Fjarþjálfun fyrir fólk á landsbyggðinni

Sex vikna fjarnámskeið gegnum Zoom fyrir einstakinga í landsbyggðardeild Ljóssins hefst 14.mars næstkomandi. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl.11.00.

Hver tími er um 60 mín og verður lögð áhersla á styrktaræfingar og teygjur. Hvetjandi fræðsla og hópeflandi spjall í lok hvers tíma.

Æfingarnar krefjast ekki sérstaks tækjabúnaðar, en ef þú átt teygjur eða létt lóð er hægt að nýta það í tímana. Gott er að hafa dýnu og stól við hendina.

Tímarnir eru aðlagaðar að getu hvers og eins.

Markmið námskeiðsins er að auka aðgengi að þjálfarateyminu okkar og bjóða upp á æfingar heima í stofu.

Þátttakendur fá sendan Zoom hlekk í tölvupósti.

 

Umsjón: Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari

Skráning: Í síma 561-3770 eða senda tölvupóst á unnur@ljosid.is

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.