Er kominn tími til að hita upp golfsveifluna?

Þriðjudaginn 5. apríl stendur Ljósið fyrir golfmóti fyrir stráka á öllum aldri. Mótið er opið öllum körlunum okkar í  Ljósinu, sama hvaða færni eða reynslu þeir búa yfir í golfi. Um verður að ræða einstaklingskeppni með forgjöf, þó við fyrst og fremst keppum við okkur til skemmtunar.

Mótið verður haldið í Golfhöllinni á Granda, sem er við Fiskislóð 53-39 í Reykjavík. Þar er glæsileg aðstaða og frábærir golfhermar af gerðinni Trackman 4.

Mótið hefst kl. 13 og gerum við ráð fyrir að því ljúki milli kl. 15 og 16.

Við fáum aðstöðuna á góðum afslætti en kostnaður er 1.000 kr. á mann.

Skráning fer fram á mottaka@ljosid.is eða í síma 561-3770

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.