Uppboð á verkum Hugleiks Dagssonar til styrktar Ljósinu

Í dag, fimmtudaginn 17.mars hófst uppboð á sex myndverkum Hugleiks Dagssonar sem unnin eru út frá hugarfari krabbameinsgreindra karlmanna.

Rakel Sævarsdóttir afhendir Heiðu Eiríksdóttur frá Ljósinu upprunalegar teikningar Hugleiks sem nú eru til uppboðs til styrktar Ljósinu

Myndirnar teiknaði Hugleikur fyrir Ljósið síðastliðið sumar en um er að ræða upprunaleg eintök verkanna. Myndirnar vann Hugleikur úr frásögnum ungra karlmanna sem sótt hafa endurhæfingu þar sem þeir bæði ræddu upplifun sína af endurhæfingunni í Ljósinu sem og líðan sinni og viðhorfi til krabbameinsins. Húmorinn er hárbeittur og dansar Hugleikur á línunni nú sem endranær.

Uppboðið fer fram á vefsíðu Hugleiks www.dagsson.is og lýkur á miðnætti á mánudagskvöld. Lágmarksboð í hverja mynd er 15.000 krónur

Stærð myndanna er 15×15 cm og koma myndirnar innrammaðar í 0,5 cm ramma.

Áhugasamir geta komið við í Ljósinu og skoðað myndirnar, Ljósið er staðsett á Langholtsvegi 47, opnunartíminn er eftirfarandi kl: 9.00 – 16.00 mánudaga – fimmtudag og kl: 9.00 – 14.00 föstudaga.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.