Uppboð á verkum Hugleiks Dagssonar lýkur á miðnætti.

Í dag mánudaginn 21.mars er lokadagur uppboðs á verkum Hugleiks Dagssonar sem hann vann fyrir Ljósið. Myndefnið er innblásið af karlmönnum og krabbameini og má sannarlega segja að sótsvartur húmor Hugleiks skíni þar í gegn. Boðin eru upp 6 mismunandi frumverk í stærðinni 15x15cm, innrömmuð í svartan álramma með glampfríu gleri. Verkin eru staðsett í Ljósinu að Langholtsvegi 43, Reykjavík.

Nú fer hver að vera síðastur að næla sér í „orginal“ verk frá Hugleiki til góðs. Uppboðinu lýkur kl. 23.59 í kvöld á síðunni www.dagsson.is.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.