Nú er að nýju hægt að bóka tíma í snyrtingu í Ljósinu. Þeir sem vilja bóka tíma hafi samband í síma 561-3770. Við minnum á að áfram þarf að mæta með grímu og spritta hendur við komu í hús.
Í dag nýttu Þórey og Hlynur, frá gróðrarstöðinni Mörk, góða veðrið og sólskinið til að fegra framhlið Ljóssins. Framkvæmdir undanfarna mánuði hafa orsakað ansi tómleg beð en úr því var bætt þegar runnamuru, sveighyrni, marþöll, japanskvist, himalayeini og fleiri fallegum plöntum var komið fagmannlega fyrir. Við vorum sannarlega þakklát fyrir þessa heimsókn en áður hafa þau glatt ljósbera og starfsfólk
Undanfarið hafa félagarnir Logi Sæmundsson og Kristófer Jensson hannað og selt plaköt til styrktar Ljósinu. Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar þeir hönnuðu plakat af húsi félaga síns og fengu í kjölfarið holskeflu af fyrirspurnum frá vinum og ættingum sem vildu eignast plakat með sínum húsum. „Við fórum þá að hugsa hvort við ættum ekki að bjóða þessa þjónustu til almennings
Proency, andleg heilsulausn sem þjónustuþegum Ljóssins býðs til afnota, hefur verið valin í úrslit Best Health Tech Startup í Nordic Health Startup Awards. Um er að ræða alíslenskt kerfi úr smiðju sprotafyrirtækisins Proency sem metur andlega heilsu með vísindalega viðurkenndum aðferðum. Við óskum Proency til hamingju með þessa miklu viðurkenningu og óskum þeim góðs gengis. Lokakeppnin sjálf er í lok
Nú þegar fjöldatakmarkanir og tveggja metra regla eru í gildi bjóðum við upp á kynningarfund í myndbandsformi. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, fer þar yfir starfssemina eins og hún er í þriðju bylgju Covid. Smelltu hér til að hlusta á rétt rúmlega 6 mínútna kynningu á starfsemi Ljóssins. Athugið að við tökum enn á móti einstaklingum á kynningarfundi á þriðjudögum klukkan
Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Matti Osvald, markþjálfi og heilsufræðingur, ætla að taka stöðuna á hópnum á morgun, þriðjudagurinn 10. nóvember, klukkan 20:00. Hlekk á fundinn má finna í hópnum okkar á facebook. Við hvetjum alla unga menn sem nýlega skráð sig í endurhæfingu til að taka þátt.
Eftir Elinborgu Hákonardóttur Margir hafa haldið og halda dagbækur, sumir hafa gert það frá því þau voru börn og aðrir hafa kannski gripið í það á ákveðnum tímabilum yfir ævina. Þegar við hugsum um dagbókarskrif þá er ekki ólíklegt að upp í hugan komi hugmyndir um mikinn texta, þar sem farið er yfir verk dagsins, hugsanir, áætlanir fyrir framtíðina og
Eftir Ernu Magnúsdóttur forstöðukonu Ljóssins Ljósið og hugmyndafræði þjónandi forystu Í febrúar 2019 útskrifaðist ég úr meistaranámi við Háskólann á Bifröst, í forystu og stjórnun. Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta nám var áhugi minn á hugmyndafræði sem heitir Þjónandi forysta en sú hugmyndafræði hefur verið að ryðja sér til rúms sl. áratugi. Markmið okkar í Ljósinu er
Starfsemi líkamlegrar endurhæfingar í Ljósinu heldur áfram með takmörkunum næstu vikurnar. Við föllum undir sömu skilyrði og aðrar sjúkraþjálfunarstöðvar, gætum ýtrustu varkárni í sóttvörnum auk fjöldatakmarkana. Skjólstæðingum sem hafa fengið tækjakennslu hjá þjálfurum Ljóssins stendur til boða að bóka tíma í tækjasal (hámark 5 í einu). Skylda er að hafa grímu, hvert tæki er sótthreinsað eftir notkun og allir helstu
eftir Brynju Árnadóttur, heilsunuddara Mig langar að deila með ykkur hugmyndum úr kínverskri læknisfræði. Þar er horft á manneskjuna og mannslíkamann út frá fimm eiginleikum eða fösum, og hvernig við erum partur af náttúrunni. Þessir fasar eru: Vatn, eldur, jörð, viður og málmur Hvert og eitt okkar hefur að geyma alla þessa fasa en þegar við rýnum í einstaklinga er skemmtilegt