Stafagöngukennsla 10. maí

Þriðjudaginn 10. maí klukkan 10:30  verður boðið upp á stafagöngukennslu í Ljósinu. Guðrún Erla íþróttafræðingur leiðir kennsluna og verða göngustafir til láns fyrir þá sem ekki eiga.

Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi.

Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar snjó tók upp gengu gönguskíðamenn með stafi sumarlangt til þess að halda sér í formi.

Áhrif stafagöngu
• Virkjar og styrkir eftir hluta líkamans.
• Eykur hreyfigetu í axlarlið.
• Styrkir vöðva í kviði, rassi, lærum, kálfum, öxlum, brjósti, upphandleggjum og baki (sjá mynd).
• Eykur blóðflæðið og losar um spennu í hálsi, herðum og baki.
• Með hjálp stafanna virkjast efri hluti líkamans og dregur þar með úr álagi á mjaðmir, hné og ökkla. Þú þjálfar liðina í að þola álag án þess að leggja of mikið á þá.

Athugið að dagskrárliðurinn kemur í stað fyrir vikulegan gönguhóp.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.