Loksins er komið að árlegu fjölskyldugöngu Ljóssins en hún mun fara fram miðvikudaginn 1. júní. Það kemur kannski ekki á óvart en gengið verður á uppáhaldsfjallið okkar, Esjuna! Lagt verður af stað í fjallið kl.11:00 frá grunnbúðum Ljóssins við Esjurætur þar sem hver gengur á sínum hraða. Athugið að einungis verður gengið upp að brú en ekki upp að Steini. Starfsfólk
Kiwanisklúbburinn Eldey hélt á dögunum upp á 50 ára afmæli sitt. Af því tilefni færði klúbburinn Ljósinu rausnarlegan styrk. Brynjólfur Eyjólfsson rekstrar- og fjármálastjóri Ljóssins veitti styrknum viðtöku við hátíðlega athöfn. Styrkurinn nýtist vel í ört stækkandi starfsem Ljóssins og erum við þeim afskaplega þakklát.
Óður til vináttuStyrktartónleikar fyrir Ljósið fara fram í kvöld í Seltjarnarneskirkju klukkan 20:00. Það er Gunnar Már Jóhannsson, bassbaritón, sem stendur fyrir tónleikunum en með honum verða ekki minni nöfn en Karlakórinn Fóstbræður, Fósturvísarnir, Egill Árni Pálsson, tenór, Davíð Ingi Ragnarsson, bassi og Ragnar Ingi Sigurðarson, tenór. Við vonum að velgjörðarfólk Ljóssins, Ljósavinir og allir hinir fjölmenni á þennan fallega
Eftir virkilega velheppnaða pop-up hlaupaæfingu í síðustu viku var ákveðið að bæta við annarri æfingu miðvikudaginn 25. maí. Hópurinn hittist klukkan 16:00 við æfingarsal Ljóssins og tekur æfingin um klukkustund. Við hvetjum alla, og sér í lagi þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir Ljóssins hönd í ágúst, að reima á sig skóna. Það er Guðrún Erla,
Heil og sæl kæru vinir, Næstu vikurnar ætlum við að brjóta aðeins upp formið á gönguhópnum og bjóða einnig upp á stafgöngu fyrir áhugasama. Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi. Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar snjó tók upp
Við fengum góða heimsókn á dögunum þegar Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi. Þeir færðu Ljósinu rausnarlegan styrk sem nýtist vel í ört vaxandi starfsemi Ljóssins. Færum við þessum heiðursmönnum bestu þakkir fyrir heimsóknina og styrkinn góða.
Fyrsta hlaupaæfing sumarsins verður mánudaginn 16. maí klukkan 16:00. Hópurinn hittist við tækjasalinn og haldið verður niður í Laugardalinn. Allir sem stefna á Reykjavíkurmaraþon velkomnir, hvort sem þeir ætla að ganga, skokka eða hlaupa. Það er Guðrún Erla, íþróttafræðingur og hlaupagarpur, sem leiðir kennsluna. Hlökkum til að sjá ykkur!
Jafningjahópur ungra kvenna í Ljósinu bregður sér reglulega af bæ í ýmsa spennandi leiðangra. Virkilega skemmtilegar ferðir þar sem hópurinn skoðar nýja hluti og upplifir. Nýverið fór hópurinn í menningar og listamiðstöðina Höfuðstöðin. Þar skoðuðu þær stórskemmtileg verk Hrafnhildar Arnardóttir sem ber nafnið Chromo Sapiens. Spjall, samvera og jafningjastuðningur hjá þessum frábæra hóp. Þórdís Reynirs ljósmyndari tók þessar fallegu myndir
Fjöll og viðhengi er vinahópur sem hittist og gengur reglulega saman yfir vetratímann eða frá september fram í maí. Í lok maí verður gönguröð hjá hópnum til styrktar Ljósinu. Árið 2021 var þeim erfitt, en þá greindust þrír úr gönguhópnum með krabbamein, sem er ansi hátt hlutfall í svo litlum hóp. Þeim langaði að leggja sitt að mörkum. „ Þessir
Þriðjudaginn 10. maí klukkan 10:30 verður boðið upp á stafagöngukennslu í Ljósinu. Guðrún Erla íþróttafræðingur leiðir kennsluna og verða göngustafir til láns fyrir þá sem ekki eiga. Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi. Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar