Fréttir

31
ágú
2021

Fjarnámskeið fyrir fólk búsett á landsbyggðinni hefst 9. september

Fræðslunámskeið fyrir fólk á öllum aldri búsett á landsbyggðinni, sem hefur nýlega verið greint með krabbamein hefst fimmtudaginn 9. september næstkomandi. Námskeiðinu er ætlað að bjóða upp á fræðslu og bjargráð sem nýtast til að stuðla að virkni og bæta líðan í kjölfar krabbameinsgreiningar (samhliða eða í kjölfarið af inngripi vegna krabbameins). Jafningjastuðningur er ekki síður mikilvægur hluti af þátttökunni.

Lesa meira

31
ágú
2021

Golfvöllurinn á Kiðjabergi býður karlmönnum í Ljósinu á golfmót

Fimmtudaginn 16. september klukkan 12:00 stendur golfvöllurinn á Kiðjabergi fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Mótið er opið öllum, sama hvaða færni þeir búa yfir í íþróttinni, en spilað verður tveggja eða fjögurra manna Texas fyrirkomulag sem hentar öllum reynslustigum. Mótið er ókeypis og þeir sem ekki eiga kylfur geta fengið lánað hjá golfklúbbnum að kostnaðarlausu. Áður en haldið verður út á

Lesa meira

28
ágú
2021

Vinskapur sem er kominn til að vera

„Við erum ekki að fara að losna við hvor aðra þó við séum orðnar nokkurn veginn heilbrigðar“ heyrist hátt og snjallt í handverkssal Ljóssins á vindasömum miðvikudegi í ágúst. Þangað er kominn vinkonuhópurinn „Lubbarnir“ sem samanstendur af níu galvöskum konum sem kynntust á námskeiði fyrir nýgreindar konur í Ljósinu haustið 2020. Frá því þær kynntust hafa þær verið mjög samstilltar

Lesa meira

27
ágú
2021

Stundaskrá Haustsins er komin á vefinn

Starfsfólk Ljóssins hefur nú lagt lokahönd á glæsilega stundaskrá sem tekur gildi 1. september 2021. Við hvetjum alla til að skoða vel hvað er í boði en verið er að hringja í alla sem skráðir eru á biðlista á námskeið og í handverk. Í haust fara af stað nýjir dagskrárliðir í líkamlegri endurhæfingu; Þolþjálfun á mánudögum og miðvikudögum klukkan 12:00

Lesa meira

27
ágú
2021

Breyttur opnunartími á föstudögum

Frá 1. september breytist opnunartími Ljóssins á föstudögum. Lokað verður klukkan 14:00. Opnunartími Ljóssins verður því sem hér segir: Mánudagar: 08:30 – 16:00 Þriðjudagar: 08:30 – 16:00 Miðvikudagar: 08:30 – 16:00 Fimmtudagar: 08:30 – 16:00 Föstudagar: 08:30 – 14:00

23
ágú
2021

20% afláttur í vefverslunni cbdreykjavik.is

Vefverslunin cbdreykjavik.is býður öllum þjónustuþegum Ljóssins 20% aflátt í með afsláttarkóðanum Ljosidokkar. Fyrirtækið, sem er í eigu Karlottu Bridde og Arnþórs Haukdal, sérhæfir sig  í snyrtivörum sem innihalda CBD og einsetja sér að bjóða aðeins upp á vörur í hæsta gæðaflokki.  

23
ágú
2021

Nýtt í líkamlegri endurhæfingu: Þolþjálfun

Í vikunni hefst nýr dagskrárliður í líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu: Þolþjálfun. Um er að ræða 30 mínútna tíma sem í boði verða á mánudögum og miðvikudögum klukkan 12:00. Tímarnir fara fram á þolþjálfunartækjum eins og hjólum, fjölþjálfum, göngubretti þar sem hver og einn stjórnar sínu álagi. Þessi dagskrárliður hentar öllum sem vilja bæta þol með markvissum æfingum með þjálfurum Ljóssins.

Lesa meira

20
ágú
2021

 Landvættur hleypur maraþon fyrir Ljósið

„Ég myndi ekki segja að ég væri hlaupagarpur í eiginlegri merkingu þess orðs því ég er nýbyrjuð að hlaupa en mér finnst það bæði gaman og gefandi. Þegar ég var yngri stundaði ég frjálsar íþróttir og seinni ár blak og strandblak áður en ég greindist. Þessi grunnur hafði mikið að segja í minni endurhæfingu auk þess sem ég fékk mjög

Lesa meira

19
ágú
2021

Hlauptu þína leið!

Kæru vinir, Við vorum að fá þær fregnir að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hafi verið aflýst. Ákveðið var að fresta hlaupinu fyrst um sinn, með von um að ástandið myndi breytast til hins betra á næstu vikum, en það virðist ekki stefna í nægar tilslakanir. Skipuleggjendur meta það að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa

Lesa meira

18
ágú
2021

Síðasti hlaupahópurinn fyrir Reykjavíkurmaraþon í dag

Í dag er síðasta æfing hjá hlaupahópnum okkar sem æft hefur í sumar fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fara átti fram um næstu helgi. Maraþonið er enn á döfinni en hefur verið frestað til 18. september. Við hvetjum alla þá sem tekið hafa þátt í sumar til að halda áfram að æfa sig samkvæmt plani.