Klukk, þú ert’ann!

Kæri vinur,

Í dag hrintum við í Ljósinu úr vör herferð með yfirskriftinni Klukk, þú ert´ann. Þar föngum við athygli þjóðarinnar með auglýsingu sem minnir okkur á þá sláandi staðreynd að einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein á lífsleiðinni.

Markmið herferðarinnar er að safna fyrir nýju húsnæði, en húsakynni Ljóssins eru orðin alltof lítil. Eins og margir vita þá er Ljósið eina endurhæfingarmiðstöðin sem sérhæfir sig fyrir þennan mikilvæga hóp, en auk þess veitum við aðstandendum stuðning og fræðslu. Það er því bersýnilegt að ansi margir munu á sinni vegferð nýta sér þjónustu Ljóssins og því mikil þörf á stærra húsi.

Yfirskrift herferðarinnar er sem fyrr segir Klukk, þú ert hann! sem er þó ekki bara vísun í það að einn af hverjum þremur greinast með krabbamein á lífsleiðinni, heldur erum við líka að fá fyrirtæki einstaklinga og félög til að klukka hvert annað og hvetja samstarfsfélög og/eða samkeppnisaðila til að taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur til góðs.

Nú leitum við til ykkar kæru vinir og setjum í fimmta gír. Við hvetjum ykkur til að leggja okkur lið og láta nýtt Ljós verða að veruleika. Láttu ljós þitt skína á miðlunum og klukkaðu!  Við getum þetta saman!

Til að taka þátt, þá ýtirðu á hnappinn hér að neðan, leggur þitt af mörkum (engin upphæð er of lítil eða stór) og klukkar þann næsta með deilingu á facebook eða hleður niður mynd til að deila á story. Höldum klukkinu á lofti og myndum stærstu og öflugustu klukkkeðju sem sést hefur. Við klukkum þjóðina!

Þetta er svona einfalt, og svo er þetta líka bráðskemmtilegt!

Smelltu hér fyrir neðan til horfa á myndbandið en ekki gleyma að styrkja og klukka þitt fólk og fyrirtæki hér!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.