Fréttir

23
sep
2021

Ný dagsetning og staðsetning fyrir golfmót Ljóssins

Nú er komin ný staðsetning og tímasetning fyrir golfmótið góða fyrir karlmenn í Ljósinu. Ný staðsetning er GKG í Garðabæ og mun mótið fara fram miðvikudaginn 29. september. Fyrsta holl fer út á braut kl. 13:00 en við hvetjum alla til að mæta kl. 12:00 í spjall í skálanum. Spilaðar verða 9 holur. Við erum að sjálfsögðu búin að heyra í

Lesa meira

22
sep
2021

Kynning Ljóssins á Codec-Enothe 2021 – Resilience in Cancer Rehabilitation

Í liðinni viku sóttu iðjuþjálfar í Ljósinu Evrópuþing iðjuþjálfa og var umfjöllunarefni þeirra á ráðstefninu þrautseigjan í endurhæfingu krabbameinsgreindra. Að byggja upp þrautseigju er áhersla sem finna má í nærri öllum dagskrárliðum Ljóssins. Við bjóðum til að mynda upp á sérsniðin námskeið um þrautseigju, fræðslu innan námskeiða um þrautseigju og þar að auki má finna áherslur og verkefni henni tengdri

Lesa meira

21
sep
2021

Stofnfundur stuðningshóps maka karlmanna með blöðruhálskrabbamein

Framför boðar til stofnfundar stuðningshóps maka karlmanna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 22. september kl. 16:30 í Skógarhlíð 8 í Reykjavík en hópurinn ber heitið Traustir makar. Laila Margrét Arnþórsdóttir og Unnur Hjartarsdóttir leiða stuðngshópinn. Dagskrá stofnfundar:​ 80% karla sækja stuðning til maka – Dr. Ásgeir R. Helgason Kynning á Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins, á þjónustu

Lesa meira

16
sep
2021

Breytingar á sms sendingum frá Ljósinu

Kæru vinir, Í dag, fimmtudaginn 16. september, eiga sér uppfærslur í kerfum Ljóssins. Verður nú sú breyting á að sms skilaboð munu berast fyrir alla bókaða dagskrárliði í Ljósinu 1 degi áður en dagskrárliður fer fram. Að auki munu berast sms 3 dögum fyrir bókaðan tíma hjá fagaðila. Við vonum að þessi nýbreytni verði öllum til hagsbóta.

15
sep
2021

Golfmóti frestað fram í næstu viku

Vegna slæmrar veðurspár verður Golfmóti karlmanna í Ljósinu sem fara átti fram á morgun að Kiðjabergi, frestað fram í næstu viku. Haft verður samband við þá sem eru skráðir og þeir upplýstir um nýja dagsetningu.

10
sep
2021

Andrúmsloftið í Ljósinu lætur þér líða vel

„Ég hef í gegnum tíðina verið í ýmsum íþróttum en ekki hlaupum svo það er áskorun fyrir mig að hlaupa 10 km. Í fyrra var svo stutt frá stóru meðferðinni minni að ég treysti mér ekki þá en lofaði eiginlega stelpunum í ræktinni hérna í Ljósinu að hlaupa núna í ár og við það stendur. Mig langar nú helst að

Lesa meira

9
sep
2021

Orlofsviku Bergmáls aflýst vegna Covid

Orlofsviku Bergmáls sem fara átti fram 16. – 23. september næstkomandi hefur verið aflýst. Frekari upplýsingar má nálgast hjá Bergmáli í tölvupósti bergmal@simnet.is eða í síma 587-5566.

9
sep
2021

Styrkja leirverkstæði Ljóssins í minningu móður sinnar

Á dögunum barst Ljósinu veglegur styrkur frá afkomendum Ingibjargar Erlu Ásgeirsdóttur sem var virk í endurhæfingunni okkar. Styrkurinn rennur sérstaklega í leirlistina en Erla hafði mikla unun af því að geta sótt og stundað það handverk. „Það hjálpaði henni að eiga áhugamál á meðan krabbameinsferlinu stóð. Við þökkum kærlega fyrir mömmu hönd.“ segir í kveðju frá börnum Erlu. Við þökkum

Lesa meira

2
sep
2021

Jafningjahópar kvenna 45 ára og eldri í Ljósinu

Undanfarin ár hafa verið starfræktir jafningjahópar hér í Ljósinu og verður árið í ár engin undantekning. Markmið jafningjahópanna er að njóta samverunnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. Hóparnir hittast mánaðarlega á þriðjudögum frá kl.13:30-16:00.  Konur 45-59 ára hittast fyrsta þriðjudag í mánuði og 60 ára og eldri hittast annan þriðjudag í mánuði. Næstu viðburðir: Konur 45-59 ára: Þriðjudaginn 7. september

Lesa meira

2
sep
2021

Strákamatur hefst föstudaginn 3. september

Á morgun, föstudaginn 3. september, fer af stað að nýju „Strákamatur“ en þá hittast karlmenn á öllum aldri í Ljósinu, borða saman og ræða málin í næði. Nauðsynlegt er að skrá sig í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 Við bendum einnig á að karlmenn 45 ára og yngri hittast einnig í hádeginu á mánudögum klukkan 12:00.