Dans- og hreyfimeðferð í Ljósinu í haust

NÝTT Í LJÓSINU

Boðið verður upp á dansþerapíu í Ljósinu í haust. Það má segja að dans- og hreyfimeðferð feli í sér allt sem Ljósið stendur fyrir en þetta úrræði er skilgreint sem notkun hreyfingu til þess að styrkja einstaklinga tilfinningalega, félagslega, vitsmunalega og líkamlega.

Dans- og hreyfimeðferð gengur út frá því að líkami og hugur séu óaðskiljanleg fyrirbæri. Hreyfing er afurð þess sem við skynjum innra með okkur og okkar innra tilfinningalega ástands og breytingar í hreyfingu geta því haft áhrif á breytingar í huganum og þannig leitt til ávinnings og vellíðanar.“

Leiðbeinandi/þerapisti er Alexandra Mekkín Pálsdóttir, starfsnemi hjá Ljósinu en hún hefur lokið meistaragræðu í dans- og hreyfimeðferð (e. Dance Movement Therapy) við SRH háskólann í Heidelberg í Þýskalandi.

Hefst fimmtudaginn 12. september klukkan: 16:00-17:15. Námskeiðið telur 4 skipti

Fá pláss í boði – Tryggðu þitt pláss hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.