Golfmót til styrktar Ljósinu

Föstudaginn 23.júní næstkomandi heldur Guðlaugur Magnússon sólstöðumót Lauga til styrktar Ljóssins.

Mótið verður haldið á Grafarholtsvelli,þar sem ræst verður út kl. 19:20. Spilaðar verða 18 holur og hámarksforgjöf er 30 fyrir öll kyn.

Golfklúbbur Reykjavíkur styrkir mótið með afnot af vellinu. Mótið er eingöngu styrktarmót og rennur allur ágóði óskiptur til Ljóssins.

Mótsgjald er 10.000 krónur. Verðlaunaafhending verður kl.23:30 við hátíðlega athöfn við skálann.

 

Þeir sem vilja taka þátt, hafi samband við Lauga á netfangið gudlaugur@bpo.is.

Við hvetjum alla golfara að láta þetta skemmtilega mót ekki framhjá sér fara og slá í gegn fyrir Ljósið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.