Kæru útskurðarmeistarar og ofurtálgarar, Tími í trétútskurð og tálgun, sem átti að vera 8. maí, fellur niður að þessu sinni. Við hvetjum ykkur þó til að nýta tækifærið til að prufa eitthvað annað þá vikuna, hvernig væri að halda orkunni uppi og samtalinu gangandi með því að skella sér í prjónahópinn eða út að ganga með þjálfurunum. Svo má alltaf
Jafningjahópur fyrir konur 46 ára og eldri ætlar að heimsækja okkar ástkæru Þuríði Sigurðardóttur myndlistarkonu og söngkonu á vinnustofu hennar í Garðabæ, 6.maí kl. 13:00. Við hittumst við innganginn á Hönnunarsafninu við Garðatorg og göngum saman að vinnustofu hennar sem er á bak við safnið. Að venju förum saman á kaffihús á eftir. Vinsamlegast skráið þátttöku í afgreiðslu Ljóssins í
Bergmál líknarfélag býður þjónustuþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur þar ekkert er greitt fyrir gistingu og mat. Um er að ræða 11-12
Ljósið er eina endurhæfingarmiðstöðin á Íslandi sem býður upp á sérhæfða endurhæfingu fyrir þau sem greinast með krabbamein, en í hverjum mánuði leita yfir 600 manns til okkar eftir stuðningi og fræðslu. Á bak við starfsemina standa Ljósavinir – ómetanlegur hópur sem gerir okkur kleift að bjóða upp endurgjaldslausa endurhæfingu í þeirri mynd sem hún er í dag. Þegar þú
Frá árinu 2020 hefur Ljósið veitt fjarheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga með krabbamein sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að veita aðgengi að sérhæfðri og einstaklingsmiðaðri endurhæfingu – sama hvar fólk býr. Fjölmargir skjólstæðingar hafa nýtt sér þetta úrræði með góðum árangri og í dag býður Ljósið upp á: Viðtöl við fagaðila á borð við iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, næringarfræðinga o.fl. í gegnum
Mánudaginn 28. apríl kl. 16:30–17:30 býður Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi hjá Ljósinu, upp á fræðsluerindi um mikilvægi jafnvægis og endurhæfingar á sumrin. Sumarið getur verið dásamlegt – en líka krefjandi. Breytt fjölskyldurútína, væntingar samfélagsins um að við „njótum í botn“ og lengri dagar geta haft áhrif á líðan og orku. Hvernig sinnum við andlegri og líkamlegri heilsu án þess að fara
Starfsfólk Ljóssins sendir ykkur öllum hlýjar kveðjur fyrir þennan fyrsta dag sumars. Lokað er í Ljósinu á morgun, Sumardaginn fyrsta. Við vonum að þið séuð að hafa það sem allra best og hlökkum til að eiga góðar stundir með öllu okkar fólki í sumar; þjónustuþegum, aðstandendum, samstarfsfólki og Ljósavinum.
Af öllu hjarta þökkum við Kaupmönnum Íslands fyrir að færa Ljósinu gjöf sem yljar líkama og sál. Á dögunum fengum við góða heimsókn frá fulltrúum Kaupmannasamtaka Íslands. Með þeirra rausnarlega stuðningi höfum við sett upp glænýtt eldhús þar sem grænmetisréttir eru eldaðir frá grunni – með kærleika í hverri skeið. Við getum nú tekið á móti fleiri gestum í fallegum
Kiwanisklúbburinn Hekla kom til okkar á Langholtsveginn á dögunum og færðu Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins rausnarlegan styrk í starf Ljóssins. Þeir Ólafur G Karlsson, formaður styrktarnefndar klúbbsins og Birgir Benediktsson komu fyrir hönd klúbbsins. Við færum þeim okkar bestu þakkir, en þess má geta að þessi góði klúbbur hefur styrkt Ljósið reglulega síðastliðin 20.ár.
Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Lokað verður í Ljósinu verður frá 17.- 21.apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl. Hafið það gott yfir hátíðirnar! Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins