Oddfellowkonur úr Rebekkustúku númer 7 komu færandi hendi

Við fengum góða heimsókn í Ljósið á dögunum frá fríðum hópi Odfellowkvenna úr Rebekkustúku nr.7.

Þær veittu ríkulegan styrk í nýyfirstaðnar breytingar á eldhúsi og  borðstofu Ljóssins með kaupum á húsbúnaði ásamt gufuofni.

Við sendum hjartans þakkir fyrir þetta dýrmæta framlag sem nýtist vel alla daga fyrir þjónustuþega Ljóssins.

Hér má sjá mynd af formlegri afhendingu styrksins þar sem Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins veitir honum viðtöku í matsal Ljóssins. Þar má sjá fallega húsbúnaðinum (borð og stólar)bregða fyrir.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.