Fjölskylda Kristins Jóhanns styrkir Ljósið í minningu hans

Kristinn tók þátt í kynningarverkefni fyrir Ljósavini síðastliðið haust

Fjölskylda Kristins Jóhanns Ólafssonar, sem lést nýverið, hefur ákveðið að heiðra minningu hans með rausnarlegum styrk til Ljóssins. Að ósk fjölskyldunnar verður styrkurinn nýttur sérstaklega til að efla þjónustu fyrir karlmenn innan Ljóssins.

Kristinn Jóhann var virkur þátttakandi í endurhæfingarstarfi Ljóssins og nýtti sér fjölbreytta þjónustu stofnunarinnar. Hann naut meðal annars liðsinnis Matta Ó. Stefánssonar, sem leiðir fræðslu og hópastarf karlmanna á öllum aldri.

Við í Ljósinu erum afar þakklát fyrir þennan hlýhug og veglega stuðning. Hann mun nýtast vel til áframhaldandi uppbyggingar og styrkingar þeirrar þjónustu sem Kristinn sjálfur kunni svo vel að meta.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.