Það styttist í einn skemmtilegasta viðburð sumarsins – sólstöðumót Guðlaugs (Lauga) sem haldið verður til styrktar Ljóssins, laugardaginn 21. júní á Grafarholtsvelli.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir golfáhugafólk að sameina leikgleði og góðgerðarmál á bjartasta degi ársins! Allur ágóði rennur óskiptur til Ljóssins og því góð ástæða til að mæta, spila og styrkja mikilvægt starf.
📍 Staðsetning og tímasetning
-
Hvar? Grafarholtsvöllur (Golfklúbbur Reykjavíkur – GR)
-
Hvenær? Laugardagur 21. júní kl. 16:00
-
Byrjað verður á máltíð í klúbbhúsinu kl. 16:00.
-
Að því loknu verður ræst út í punktamóti með 18 holum kl 17:00
-
Við þökkum Golfklúbbi Reykjavíkur kærlega fyrir að leggja málefninu lið og veita völlinn að kostnaðarlausu – sannkölluð liðsheild í verki!
🏌️♀️ Hverjir geta tekið þátt?
Mótið er opið öllum – bæði félagsmönnum GR og öðrum. Mótsgjaldið er það sama fyrir alla:
10.000 krónur
Þeir sem þurfa golfbíl af heilsubótarástæðum geta fengið slíkan, en golfbílarnir eru eingöngu ætlaðir þeim sem eiga erfitt með gang.
💳 Skráning og greiðsla
-
Mótsgjald: 10.000 kr.
-
Greiðslureikningur: 327-26-002966
-
Kennitala: 290366-3649
-
Staðfesting sendist á: gudlaugur@bpo.is
Vinsamlegast leggið mótsgjaldið inn fyrir mót og sendið netpóst með:
-
Nöfnum keppenda
-
Forgjöf hvers og eins
Við hlökkum til að sjá þig í Grafarholti 21. júní!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.