Glæsilegt golfmót til styrktar Ljósinu

Sólstöðumót Lauga til styrktar Ljósinu fór fram um helgina í Grafarholti við frábærar aðstæður – logn og smávægileg rigning sem aðeins bætti stemninguna. Alls tóku 42 kylfingar þátt og skapaðist virkilega skemmtileg og hlýleg stemning á vellinum.

Í ár söfnuðust alls 470.000 krónur sem rennur óskiptur til Ljóssins. Ljósið hefur fengið styrkinn afhent og var sérstaklega óskað eftir því að a.m.k. 150.000 krónur færu í Gunnu-sjóðinn. Sá sjóður styður við þau sem hafa minna á milli handanna og auðveldar þeim að nýta sér þjónustuliði sem eru í verðskrá. Upphæðin mun gera skjólstæðingum Ljóssins kleift að fá næringarríkan og góðan mat án endurgjalds og skiptir sköpum í þeirra bataferli. Fyrir það erum við afar þakklát.

Guðlaugur Magnússon afhenti Ernu Magnúsdóttur styrkinn eftir vel heppnað golfmót

Guðlaugur Magnússon afhenti Ernu Magnúsdóttur, framkvæmdarstýru Ljóssins styrkinn eftir vel heppnað golfmót

Við hjá Ljósinu viljum þakka Lauga innilega fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin. Að eiga svona traustan velunnara sem leggur sig svona fram ár eftir ár er dýrmætt og hvetjandi. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í mótinu, hvort sem það var með þátttöku eða framlögum, sem og öflugum hópi styrktaraðila sem gerði mótið mögulegt.

Styrktaraðilar mótsins árið 2025 voru:

  • ÓJ&K / ÍSAM
  • Festi / Krónan / Elko
  • Apótek Restaurants
  • Innes heildverslun
  • Rún heildverslun
  • Reykjavík Warehouse heildverslun
  • BPRO heildverslun
  • Freyja sælgætisgerð
  • Eldvarnamiðstöðin
  • Feldur verkstæði
  • Garri
  • Landsbankinn
  • GR veitingar
  • Ísfrost
  • Versus bílaréttingar og málun
  • BPO innheimta
  • Icepharma
  • Golfklúbbur Reykjavíkur

Sérstakar þakkir fá Ómar og Golfklúbbur Reykjavíkur fyrir að veita aðgang að vellinum – það er ómetanlegur stuðningur. Við hlökkum strax til næsta árs og vonumst til að sjá sem flesta aftur, auk nýrra andlita og styrktaraðila. Takk fyrir okkur!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.