Það var sannkölluð gleðistemning við Hvaleyrarvatn í fyrradag þegar árlega fjölskyldugangan okkar fór fram með glæsibrag. Þrátt fyrir örlitla vætu lét enginn það trufla sig og Glampi, lukkudýr Ljóssins, vaknaði loksins úr dvala eftir langan vetur og tók á móti göngufólki með sínu einstaka brosi og glaðværð. Það var virkilega gaman að sjá hann aftur á meðal okkar!
Við gengum saman hringinn í kringum vatnið umvafin stórbrotinni náttúru, og áður en lagt var af stað stýrði þjálfarateymið hressandi upphitun. Að göngu lokinni biðu léttar veitingar og hressing í boði góðra vina Ljóssins -sérstakar þakkir til Ölgerðarinnar og Dagný & co fyrir stuðninginn.
Andlitsmálning barnanna sló algjörlega í gegn – ekki bara hjá yngstu gestunum heldur líka hjá þeim eldri sem létu sig ekki vanta í litagleðina.
Við viljum færa öllum sem mættu hjartans þakkir – þjónustuþegum, aðstandendum og velgjörðarfólki. Það er einstakt að fá að ganga saman, hlæja saman og skapa dýrmætar minningar með ykkur.
Takk fyrir samveruna – við erum enn í skýjunum!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.