Um 100 manns tóku þátt í árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins í gær á Esjunni. Mikill fjöldi gekk alla leið upp að Steini sem er ótrúlegt þrekvirki fyrir fjölmarga í hópnum. „Ég er svo stolt af öllum Ljósberunum sem þrömmuðu í hlíðum Esjunnar þrátt fyrir erfið veikindi og meðferðir sem fylgja,“ sagði Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins í lok dags. Áður en gengið
Hæ hó jibbí jei! Miðvikudaginn 17. júní verður lokað í Ljósinu venjum samkvæmt. Við opnum aftur hress og kát á fimmtudaginn. Starfsfólk Ljóssins
Fræðandi fyrirlestrar fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein síðastliðið ár, hefjast 22. júní. Fyrirlestrarnir verða 4 talsins og fara fram í húsakynnum Ljóssins mánudaga milli 17:00-18:30. Frekari upplýsingar má fá í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að senda póst á mottaka@ljosid.is. 22. júní: Sigrún Þóra – Streita og slökun 29. júní: Haukur – Líkamleg uppbygging eftir
Árleg Fjölskylduganga Ljóssins fer fram miðvikudagurinn 24. júní. Eins og oft áður varð uppáhaldsfjallið okkar, Esjan, fyrir valinu í ár. Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 frá Esjustofu þar sem hver gengur á sínum hraða og eins langt og þeir treysta sér til. Starfsfólk Ljóssins mun að venju dreifa sér um hlíðarnar og vera til aðstoðar ef þörf
Nú styttist í að skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka gefi út upplýsingar um skipulag hlaupsins í ár. Við bíðum spennt eins og allir hinir en gleðjumst einnig að sjá að nú þegar eru margir farnir að skrá sig á síðu Ljóssins á hlaupastyrk.is. Til ykkar allra sendum við okkar bestu þakkir og hlökkum til að hvetja ykkur áfram í ágúst! Fyrir þau
Síðastliðinn laugardag tók Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, við veglegum styrk sem veittur var Ljósinu fyrir hönd vinningshafa á minningargolfmóti Vini vors og Dóra. Mótið, sem fram fór á golfvellinum Úthlíð í Biskupstungum, var til minningar um Halldór Snorra Gunnarsson en það var Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu sem gaf verðlaunaféð sem hljóðaði upp á 200.000 krónur. Við sendum okkar allra bestu
eftir Maríu Ólafsdóttur Birkir Már Birgisson greindist með krabbamein árið 2017, þá tæplega fertugur að aldri. Með skurðaðgerð og níu mánaða lyfjameðferð var meinið á brott en í því ferli var ljóst að áhrif meðferða á líkamann yrðu umtalsverð. Birkir hóf að sækja endurhæfingu í Ljósið samhliða meðferðum sem hann segir hafa verið ómetanlegt, mikilvægt sé að grípa karlmenn snemma
Á morgun, fimmtudaginn 4. júní, hefst hjá okkur námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra 20 ára og eldri. Eins og þeir sem til þekkja snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum, því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda sem til okkar
Kæru vinir, Með stuðningi Ljósavina hefur markmið Ljóssins að bæta lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi, bæði við þá sem greinast og aðstandendur þeirra, orðið að veruleika. Í upphafi árs sóttu 500 manns þjónustu Ljóssins í hverjum mánuði, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, þjálfun, handverk og fleira en dagskrárliðir Ljóssins eru yfir 40 talsins. Að auki
Tíminn flýgur og hinu megin við helgina hefst júní dagskrá Ljóssins. Frá og með þriðjudeginum verður fjöldi í húsi ekki lengur takmarkaður. Áfram verður að sjálfsögðu gætt fyllsta hreinlætis í húsakynnum okkar og rými sótthreinsuð reglulega. Við hvetjum til handþvotts og handspritts, og biðjum þá einstaklinga sem finna fyrir kvefeinkennum að bíða með komu í Ljósið. Hér má nálgast stundaskránna