Skeggfjélag Reykjavíkur og nágrennis safnaði fyrir Ljósið

Við fengum til okkar góða gesti frá Skeggfjélagi Reykjavíkur og nágrennis á dögunum.

Þeir Jón Baldur Bogason og Haukur Heiðar Steingrímsson komu færandi hendi með góðan styrk sem safnaðist í  Íslandsmeistaramótinu í skeggvexti 2024. Keppt var í fjórum flokkum sem eru eftirfarandi: yfirvaraskegg – fullt skegg – hálfskegg – skegg með frjálsri aðferð.

Virkilega skemmtilegt framtak og sendum við þeim bestu þakkir fyrir þennan góða styrk.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.