Ljósið heimsótti Íslandsbanka á starfsdegi

Við stikluðum á stóru í maraþonsögu Ljóssins á morgunverðarfundi í morgun.

Það var þétt setinn salurinn í norðurturni Íslandsbanka í morgun þegar Ljósið ásamt þremur öðrum góðum félögum kynntu starfsemi sína og mikilvægi Reykjavíkurmaraþonsins sem fjáröflun.

Sólveig Kolbrún, markaðs og kynningarstjóri Ljóssins, kynnti endurhæfingarstarfið og fór yfir farinn veg í maraþonvegferð Ljóssins. Það er magnað að sjá hve verkefnið hefur vaxið frá ári til árs. Við erum full þakklætis fyrir aðkomu Íslandsbanka, allra hlauparana sem hafa hlaupið fyrir okkur og öll þau framlög sem hafa gert Ljósinu kleift að vaxa. Sannarlega magnað og mikilvægt fyrir þjónustuþegana okkar,  sem geta í dag nýtt sér þjónustu Ljóssins án kostnaðar.

Fyrr um morguninn hélt Fríða Bjarnadóttir erindi en hún var fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa heilt maraþon hérlendis og hafði magnaða sögu að segja.

Fríða Bjarnadóttir var fyrsta konan til að hlaupa heilt maraþon á Íslandi árið 1981

Nú er skráning hafin í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafin og við í Ljósinu erum full tilhlökkunar, enda einn skemmtilegast dagur ársins. Þú getur skráð þig hér og ef þú vilt heita á hlauparana okkar þá ýtirðu hér.

Takk fyrir góða stund í Íslandsbanka og takk þið öll sem hafið verið með okkur í liði. Lifi Ljósið!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.