Stafrænn stuðningur fyrir brjóstakrabbameinsgreinda búsetta á landsbyggðinni 

Nú í maí fór af stað verkefni þar sem einstaklingum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og búa utan höfuðborgarsvæðisins býðst aðgangur að 15 vikna stafrænu stuðningsúrræði Sidekick Health sem hefur verið þróað fyrir þennan hóp. Um er að ræða samstarfsverkefni Sidekick Health, Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar og Landspítala. Stuðningsúrræðið felur í sér fræðslu um ferlið í kjölfar greiningar og meðferð brjóstakrabbameins, sjálfseflingu og heilsueflandi verkefni tengt hreyfingu, svefni, núvitund og næringu.

Úrræðið er í boði fyrir brjóstakrabbameinsgreinda á landsbyggðinni sem eru í meðferðum (lyfjameðferð, skurð, geislar, hormónameðferð) eða hafa lokið meðferðum á síðustu 6 mánuðum.

Öllum áhugasömum er bent á að hafa samband við Kolbrúnu Höllu, samskiptafulltrúa hjá Ljósinu, í síma 512-8478 eða í gegnum tölvupóst: kolbrunhalla@ljosid.is fyrir frekari upplýsingar og aðgangskóða að appinu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.