Erna Magnúsdóttir

13
jún
2016

Pallafjör 14. júní kl. 12.00

Þriðjudaginn 14. júní ætlum við að efna til pallafjörs í Ljósinu. Vígð verða ný garðhúsgögn sem við fengum að gjöf og boðið verður upp á ljósamat, grillaðar pylsur og súkkulaðiköku. Hlökkum til að sjá ykkur öll – stóra sem smáa. 

30
sep
2015

Net og sími virkar illa í dag.

Vegna flutninga frá Langholtsveginum mun bæði net- og símasamband vera dræmt í dag..það er þó hægt að hringja í gsm 6956636 Biðjumst velvirðingar á þessu.  

28
okt
2013

Aðstandendanámskeið

Vekjum athygli á að nokkur sæti eru laus á  vandað 6 vikna námskeið sem hefst í Ljósinu miðvikudagskvöldið nk. 30 október.   Miðvikudaga 19:30 – 21:30 skráning og upplýsingar í síma 5613770 Námskeiðið kostar 5000 kr Um er að ræða 6 vikna námskeið þar sem skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og

Lesa meira

22
apr
2013

Aðalfundur Ljóssins 2013

  verður haldinn miðvikudaginn 8. maí nk. kl. 16:30 að Langholtsvegi 43. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. þeir sem greiða félagsgjöld hafa atkvæðisrétt. með kveðju Stjórnin  

13
sep
2012

Kynningarfundur fyrir ungt fólk með krabbamein

Vekjum athygli á að í kvöld fimmtudaginn 13. sept kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur í Ljósinu fyrir ungt fólk sem hefur fengið krabbamein.  Undanfarna tvo vetur hefur hópur á aldrinum 18-29 ára hist annað hvert fimmtudagskvöld.  Þau hafa sjálf sett saman skemmtilega dagskrá. Umsjónarmaður hópsins í fyrra var Gunnar Þór Andrésson íþróttafræðingur, en hópurinn er samstarfsverkefni, Ljóssins, Krafts og Skb.

Lesa meira

17
júl
2012

Reykjavíkurmaraþon

Kæru hlauparar…þið sem hlaupið fyrir Ljósið fáið öll borða/merki með Ljósamerkinu okkar svo allir sjái fyrir hvern þið eruð að hlaupa..við verðum í Laugardalshöllinni á morgun föstudag og afhendum merkin og nælur..Hlökkum til að sjá ykkur…    Klapplið Ljóssins Undanfarin ár höfum við fjölmennt í klapplið til að hvetja alla hlaupara áfram og sérstaklega þá sem hlaupa fyrir Ljósið í

Lesa meira

17
júl
2012

Börnin söfnuðu fyrir Ljósið

Í gær komu þessir frábæru krakkar í heimsókn til okkar en þau höfðu nýverið haldið tombólu til styrktar Ljósinu. Þau söfnuðu 14 þúsund krónum sem þau afhentu í heimsókn sinni og færum við þeim bestu þakkir fyrir frábært framlag                   Ólöf Aníta Hjaltadóttir, Unnur María Davíðsdóttir, Guðrún Heiða Hjaltadóttir, Hjalti Freyr Hjaltason

Lesa meira

23
ágú
2011

Morgunverðarfundur fyrir karlmenn

  Vekjum athygli á morgunverðarfundi á miðvikudag 24.08  kl 8:00 fyrir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein. Matti Osvald heilsufræðingur stýrir fundinum og ræðir um "fjórar stoðir heilbrigðrar karlmennsku".  Morgunbrauð og meðlæti. Endilega látið sjá ykkur, þetta er kjörið tækifæri til að hitta aðra karlmenn – fá fræðslu og spjalla saman.

4
jan
2011

Ljósið opið

Ljósið hefur nú opnað aftur eftir gott jólafrí. Dagskráin er óbreytt.  Við erum byrjuð að skrá á ný námskeið: Heilsuefling (hefst 12 jan) Námskeið fyrir nýgreinda (hefst 7 feb) Fræðslufundir fyrir karlmenn (hefst 7 feb) Aðstandendur börn 6-10 ára (hefst 3 feb) Aðstandendur fullorðnir (hefst 9 feb)

18
okt
2010

Ungliðahópur 18-29 ára

Samstarfsverkefni Ljóssins, Krafts og SKB  Næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 21. október verður spilakvöld hjá ungliðahópnum í húsakynnum SKB, Hlíðarsmára 14. Við ætlum að byrja að spila klukkan 20:00 og því er um að gera að vera tímanlega. Ýmis skemmtileg spil verða spiluð en fólki er að sjálfsögðu frjálst að mæta með eigin spil. Ungliðahópurinn er samstarfsverkefni Krafts, Ljóssins og SKB og

Lesa meira