Kynningarfundur fyrir ungt fólk með krabbamein

Vekjum athygli á að í kvöld fimmtudaginn 13. sept kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur í Ljósinu fyrir ungt fólk sem hefur fengið krabbamein.  Undanfarna tvo vetur hefur hópur á aldrinum 18-29 ára hist annað hvert fimmtudagskvöld.  Þau hafa sjálf sett saman skemmtilega dagskrá.

Umsjónarmaður hópsins í fyrra var Gunnar Þór Andrésson íþróttafræðingur, en hópurinn er samstarfsverkefni, Ljóssins, Krafts og Skb.

Verið velkomin 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.