Út fyrir kassann, námskeið fyrir ungmenni

Það snertir alla fjölskylduna þegar náinn ástvinur greinist með krabbamein.
Ljósið fer nú aftur af stað með námskeið fyrir ungmenni 14-17 ára sem eiga eða hafa átt aðstandendur með krabbamein.
Fyrsti fundur verður þriðjudaginn 28. mars kl. 19:30. Síðast mættu 24 ungmenni og voru afskaplega ánægð.
Námskeiðshaldarar eru orðin þjóðþekkt fyrir frábær námskeið sjá og nánari dagskrá má sjá með því að smella hér.
Skráning hjá Ljósinu í síma 5613770 eða ljosid@ljosid.is 
Námskeiðið er ungmennunum að kostnaðarlausu, þau sem hafa verið áður mega koma aftur ef þörf er á.
Þau mega líka koma með einn vin ef þeim finnst það betra. 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.