Frá streitu til kyrrðar

Í þessu umróti sem við búum við þessa dagana gæti verið gott að róa hugann og setja orkuna í að styrkja andlega heilsu. Hjónin Baldvin og Kristín bjóða nú krabbameinsgreindum frítt hugleiðslunámskeið sem fer fram á netinu og þau bjóða einnig sérkjör fyrir aðstandendur.

5 grunnþarfir á 5 dögum

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.

Þátttakendur munu iðka og læra að iðka djúpslökun sjálfir. Einnig er sjálfseflandi hópavinna þar sem unnið er út frá hugrænni atferlismeðferð og kenndar aðferðir til þess að draga úr streitu og finna leið til kyrrðar.

Fræðsla um 5 grunnþætti sem hver manneskja þarf að huga að til að skapa jafnvægi í lífinu og styrkja sig til vellíðunar.

Um er að ræða 5 daga netnámskeið þar sem er fræðsla um grunnþarfir sem þurfa að vera í jafnvægi til að stuðla að vellíðan og draga úr þunglyndi, kvíða og streitu. Jafnframt verður þátttakendum kennd slökun með aðferðum jóga nidra og dáleiðslu.

Allir þátttakendur fá hljóðskrá til að nota áfram.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 14. apríl og síðasti tími er laugardag 19. apríl.

Tímarnir fara fram á milli kl. 10 og 12 á morgnana.

Almennt verð er 16.000 kr.

Krabbameinsgreindir fá sérkjör 0 kr.

Aðstandendur krabbameinsgreinda fá sérkjör 5.000 kr.

Skráning á kristinsnorra@kristinsnorra.is www.kristinsnorra.is, nánari upplýsingar á facebook-síðu.

Einnig vil ég benda á facebook-hópinn Hjartanærandi slökun með tón- og ljóðheilun en þar eru opnir tímar í djúpslökun og tón- og ljóðheilun hjónanna.

 

 

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.