Námskeið í hláturjóga

Námskeið í hláturjóga verður í Ljósinu mánudaginn 18. október kl: 11:00 

Okkur þykir nú ekki leiðinlegt að hlæja saman í Ljósinu og því veitir það okkur ómælda gleði að geta loks boðið ykkur upp á hláturjóga námskeið.

Þar munu sérfræðingarnir Þorsteinn og Finnbogi fara yfir það helsta í hláturfræðunum auk þess sem þeir munu kenna nytsamlegar æfingar í bæði hlátri, jóga og slökun. Til mikils er að vinna þar sem margsannað er að hlátur hefur heilandi og mannbætandi áhrif.

Námskeiðið fer fram í húsi en hámarksfjöldi er 15 per námskeið.

Skráning fer fram í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

Námskeiðið er eitt skipti og stendur í um 40 mínútur. 

Nú er að hita upp hláturtaugarnar og láta sig hlakka til!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.