Bogga

17
des
2020

,,Mér myndi nú alveg duga að halda jól með einu kerti”

Eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Nú eru bráðum jól. Hátíð sem snertir okkur á einstakan hátt. Þegar undirbúningur jólanna stóð sem hæst á mínu bernskuheimili sagði pabbi stundum: ,,Mér myndi nú alveg duga að halda jól með einu kerti”. Á þeim tíma fannst mér þetta vera algjörlega óhugsandi, enda tilhlökkunin mikil að fá gjafir, horfa á vel skreytt jólatréð í stofunni

Lesa meira

14
des
2020

Að leggja af stað, á tómum tanki?

Eftir Önnu Sigríði Jónsdóttur iðjuþjálfa Krabbameinsmeðferð getur verið alls konar. Sama hver greiningin er getur meðferðin verið breytileg og mismunandi eftir einstaklingum, aðgerð eða aðgerðir, lyf, geislar, eitt, tvennt eða allt þrennt. Allt ferlið tekur líka mislangan tíma, frá því að þú finnur að það er eitthvað að (eða finnur ekki fyrir neinu) þangað til þú færð greiningu, byrjar meðferð

Lesa meira

1
des
2020

Pappír og pokar til prýði

Eftir Elinborgu Hákonardóttur, umsjónarmann handverks Í síðustu viku skoraði ég á ykkur að leggja minna á budduna og umhverfið með því að nýta það sem til er í bland við sköpunarkraftinn. Í dag held ég áfram að gera það en nú ætlum við að skoða hvernig við getum látið pakkana draga fram bros og tilhlökkun þegar þeir sitja undir jólatrénu.

Lesa meira

16
nóv
2020

Það þarf sterk bein til að þola góða daga

Eftir Önnu Sigríði Jónsdóttur iðjuþjálfa Hefur þú nýlokið krabbameinsmeðferð? Upplifir þú tilfinningar sem þér finnst ekki viðeigandi?  Finnst þér að þér eigi að líða öðruvísi?   Margir eru ánægðir og finna fyrir létti þegar krabbameinsmeðferðinni lýkur en eru jafnframt óöruggir og kvíðnir. Í lausu lofti Það er vissulega gott að vera laus við allt sem fylgir meðferðinni. Þú þarft ekki alltaf að vera uppá spítala,

Lesa meira

3
nóv
2020

Flæðidagbók – dagbók fyrir augað

Eftir Elinborgu Hákonardóttur Margir hafa haldið og halda dagbækur, sumir hafa gert það frá því þau voru börn og aðrir hafa kannski gripið í það á ákveðnum tímabilum yfir ævina. Þegar við hugsum um dagbókarskrif þá er ekki ólíklegt að upp í hugan komi hugmyndir um mikinn texta, þar sem farið er yfir verk dagsins, hugsanir, áætlanir fyrir framtíðina og

Lesa meira

3
nóv
2020

Ljósið í þjónandi forystu

Eftir Ernu Magnúsdóttur forstöðukonu Ljóssins    Ljósið og hugmyndafræði þjónandi forystu Í febrúar 2019 útskrifaðist ég úr meistaranámi við Háskólann á Bifröst, í forystu og stjórnun.  Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta nám var áhugi minn á hugmyndafræði sem heitir Þjónandi forysta en sú hugmyndafræði hefur verið að ryðja sér til rúms sl. áratugi. Markmið okkar í Ljósinu er

Lesa meira

30
okt
2020

Af líkamsgerð og týpum

eftir Brynju Árnadóttur, heilsunuddara  Mig langar að deila með ykkur hugmyndum úr kínverskri læknisfræði. Þar er horft á manneskjuna og mannslíkamann út frá fimm eiginleikum eða fösum, og hvernig við erum partur af náttúrunni. Þessir fasar eru: Vatn, eldur, jörð, viður og málmur Hvert og eitt okkar hefur að geyma alla þessa fasa en þegar við rýnum í einstaklinga er skemmtilegt

Lesa meira

21
okt
2020

Ertu stirður?

eftir Örnu Arnardóttur Rými og tími til að gefa eftir Flest vitum við að líkaminn er samsettur úr vöðvum, beinum, líffærum, sinum, taugum og alls konar vefjum. Þegar við gerum jóga eða teygjum er gjarnan talað um vöðvateygjur, sem er að hluta til rétt, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Allar hreyfingar stjórnast af taugakerfinu en það skiptist í

Lesa meira

21
okt
2020

Hin daglegu akkeri

eftir Guðrúnu Friðriksdóttur Daglega notum við einhvers konar akkeri sem skilgreina tíma okkar, deila honum upp og skammta okkur hann. Fólkið í kringum okkur, aðstæður og okkar eigin ákvarðanir verða að þessum akkerum og halda okkur stöðugum í hinu daglega lífi: Við vitum að vekjaraklukkan hringir klukkan sjö, að við þurfum að mæta í vinnuna klukkan átta og fara í

Lesa meira

19
okt
2020

…og svo slaka

eftir Helgu Jónu Sigurðardóttur Öll finnum við einhvern tímann fyrir óróleikatilfinningu við hinar ýmsar aðstæður. Kannist þið t.d. við  að finna fyrir spennu og kvíða þegar þið sitjið á biðstofunni að bíða eftir læknistímanum eða mikilvægu símtali? Eruð þið með börn á heimilinu sem eru t.d. stressuð fyrir prófinu á morgun eða fyrsta skóladeginum? Í dag eru margir að upplifa

Lesa meira