Tag: Krabbamein

28
ágú
2024

Lokað í Ljósinu vegna starfsdaga

Lokað verður í Ljósinu mánudaginn 2. september og þriðjudaginn 3. september vegna starfsdaga starfsfólks. Við opnum aftur miðvikudaginn 4. september samkvæmt stundaskrá. Við minnum á að hægt er að leita upplýsinga um starfsemin hér á heimasíðunni og jafnframt er hægt að panta minningarkort hér á síðunni. Hlökkum til að koma fílefld til starfa á ný og göngum glöð inn í

Lesa meira

5
ágú
2020

Stelpurnar skelltu sér í SUP – Myndir

Í hressandi veðri í lok júní héldu nokkrar ungar konur úr Ljósinu að Hvaleyrarvatni til að reyna fyrir sér á standbrettum eða stand up paddle eins og það útleggst á ensku. Eftir tækni- og öryggiskennslu frá Adventure Vikings renndu konurnar út á vatnið í þurrbúningum með bretti og árar og „suppuðu“ í klukkutíma með glæsibrag. Það fylgdi þó sögunni að

Lesa meira

8
jún
2020

Hvetur strákana til að mæta í Ljósið

eftir Maríu Ólafsdóttur Birkir Már Birgisson greindist með krabbamein árið 2017, þá tæplega fertugur að aldri. Með skurðaðgerð og níu mánaða lyfjameðferð var meinið á brott en í því ferli var ljóst að áhrif meðferða á líkamann yrðu umtalsverð. Birkir hóf að sækja endurhæfingu í Ljósið samhliða meðferðum sem hann segir hafa verið ómetanlegt, mikilvægt sé að grípa karlmenn snemma

Lesa meira

26
jún
2019

Vegan heilsa – heilsuráðstefna

Hvaða áhrif hefur vegan mataræði á heilsu? Vegan heilsa – er heilsuráðstefna sem verður haldin í Silfurbergi í Hörpu 16.október 2019. Elín Skúladóttir er skipuleggjandi ráðstefnunnar, Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð. Á milli lyfjagjafa fór Elín hamförum í eldhúsinu og las sér til um rannsóknir vegan fæðis. Elín mun segja sína sögu um breytingu

Lesa meira

16
jan
2019

Karlar með krabbamein

Í byrjun febrúar byrjar námskeið fyrir krabbameinsgreinda karlmenn á öllum aldri hjá okkur í Ljósinu. Um er að ræða fjölbreytta fræðslu sem skilur fá umfjöllunarefni eftir óhreyfð: Líkaminn, fjölskyldulífið, streitulosun, samskipti, markmið og framtíðarsýn er meðal fjölmargra umræðuefna sem eru tekin fyrir á fundunum. Á námskeiðinu sláum við einnig á léttari strengi og gefum þátttakendum tækifæri til að spjalla við

Lesa meira

11
jan
2019

Heilsuefling í þínu lífi fer af stað aftur í næstu viku

Sigrún Þóra, sálfræðingur í Ljósinu, stýrir vinsæla námskeiðinu Heilsuefling í þínu lífi sem fer aftur af stað í næstu viku. Á námskeiðinu læra þátttakendur með hvaða móti núvitund, samkennd og aðrar æfingar geta dregið úr streitu. Námskeiðið fer fram á miðvikudögum og er í fjórum hlutum. Síðast komust færri að en vildu og því hvetjum við ljósbera að hafa samband

Lesa meira

25
okt
2018

Sultu- og jólakortasala á vegum Bergmáls í Ljósinu

Fimmtudaginn 1. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinssjúkum.  Heimsókn þeirra er jafnframt liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Þetta er í

Lesa meira

25
okt
2018

Jafningjahópur fyrir unga maka

Þriðjudaginn 13. nóvember hefst að nýju jafningjahópur fyrir unga maka.  Markmiðið með þessum hópi er að gefa mökum þeirra sem greinst hafa með krabbamein, tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum og tjá sig, en nánustu aðstandendur hafa oft á tíðum mikla þörf fyrir stuðning af þessu tagi. Til að byrja með verða skiptin fjögur, þ.e. á þriðjudögum frá

Lesa meira

5
okt
2018

Hópeflisdagur starfsfólks 12. október – Lokað

Föstudaginn 12. október n.k. verður lokað í Ljósinu vegna hópeflisdags starfsfólks. Starfshópurinn mætir svo tvíefldur til starfa mánudaginn 15. október með fullhlaðin batterí og gleðina í fyrirrúmi.  Yfirleitt er nú samt stutt í gleðina hjá starfsfólki Ljóssins en afskaplega gott að þétta raðirnar svona stöku sinnum. Þar sem þessi hópeflisdagur var ákveðin í vor þótti okkur afskaplega leiðinlegt að sjá

Lesa meira

2
okt
2018

Gríptu daginn

Þeir eru ófáir sem hugsa til Ljóssins og vilja styrkja það með einum eða öðrum hætti og nú nýverið barst Ljósinu slíkur styrkur.  Styrkurinn er í formi geisladisks sem ber það hvetjandi heiti ,,Gríptu daginn“.  Á diskinum eru níu frumsamin lög eftir Hróbjart Jónatansson, hæstaréttarlögmann. Geisladiskurinn er fáanlegur í Ljósinu og kostar 2500 kr. og rennur allur ágóði í starfsemi

Lesa meira