Karlar með krabbamein

Í byrjun febrúar byrjar námskeið fyrir krabbameinsgreinda karlmenn á öllum aldri hjá okkur í Ljósinu.

Um er að ræða fjölbreytta fræðslu sem skilur fá umfjöllunarefni eftir óhreyfð: Líkaminn, fjölskyldulífið, streitulosun, samskipti, markmið og framtíðarsýn er meðal fjölmargra umræðuefna sem eru tekin fyrir á fundunum.

Á námskeiðinu sláum við einnig á léttari strengi og gefum þátttakendum tækifæri til að spjalla við aðra karlmenn í svipaðri stöðu yfir kaffibolla og meðlæti.

Fyrsti fyrirlesturinn verður 5. febrúar en umsjón með námskeiðinu hefur Matti Ósvald, heilsufræðingur og markþjálfi.

Hér má lesa meira um fyrirlestrana.


Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.