Jafningjahópur fyrir unga maka

Þriðjudaginn 13. nóvember hefst að nýju jafningjahópur fyrir unga maka.  Markmiðið með þessum hópi er að gefa mökum þeirra sem greinst hafa með krabbamein, tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum og tjá sig, en nánustu aðstandendur hafa oft á tíðum mikla þörf fyrir stuðning af þessu tagi.

Til að byrja með verða skiptin fjögur, þ.e. á þriðjudögum frá kl. 17 – 18:30 og verður fyrsta skiptið þriðjudaginn 13. nóvember. Næstu skipti verða svo; (13. nóv.) – 20. nóv. – 27. nóv. – 4. des. Fundarstaður er í Ljósinu við Langholtsveg.

Hópurinn starfar undir handleiðslu Sigrúnar Þóru Sveinsdóttur, sálfræðings.

Skráning er í síma 561-3770 eða með því að senda tölvupóst á Ljósið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.