Sultu- og jólakortasala á vegum Bergmáls í Ljósinu

Fimmtudaginn 1. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinssjúkum.  Heimsókn þeirra er jafnframt liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa.

Þetta er í annað sinn sem Bergmál kemur til okkar með fjáröflunarsölu og síðast rann allur ágóði til styrktar Ljósberum.

Einnig er gaman að segja frá því að í sumar sem leið bauðst Ljósberum að dvelja eina viku í húsnæði Bergmáls, – Bergheimum í Sólheimum í Grímsnesi, þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Því er skemmst frá að segja að færri komust að en vildu en hátt í 30 manns komast að í senn í þeirra huggulegu húsakynnum.  Þeir Ljósberar sem fóru voru afskaplega ánægðir með dvölina og nutu alls sem í boði var.

Við hvetjum allt sultuáhugafólk, krabbameinsgreinda, aðstandendur og aðra velunnara að líta við á Langholtsveginum þann 1. nóvember á milli kl. 12:30 – 15 og kaupa sér sultu og styrkja um leið það góða málefni sem Bergmál er.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.