Hópeflisdagur starfsfólks 12. október – Lokað

Föstudaginn 12. október n.k. verður lokað í Ljósinu vegna hópeflisdags starfsfólks. Starfshópurinn mætir svo tvíefldur til starfa mánudaginn 15. október með fullhlaðin batterí og gleðina í fyrirrúmi.  Yfirleitt er nú samt stutt í gleðina hjá starfsfólki Ljóssins en afskaplega gott að þétta raðirnar svona stöku sinnum.

Þar sem þessi hópeflisdagur var ákveðin í vor þótti okkur afskaplega leiðinlegt að sjá að bleiki dagur KÍ verður einnig þennan dag og honum viljum við ógjarnan missa af. Því hefur verið ákveðið að taka smá forskot á bleika daginn og styðja við árverkniátak KÍ. Þess vegna verður Bleiki dagurinn hjá okkur í Ljósinu fimmtudaginn 11. október. Þá hvetjum við okkar fólk til að mæta í bleik og bjóðum uppá bleikar veitingar eins og alltaf.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.