Tag: endurhæfing krabbameinsgreindra

30
jan
2018

Námskeið fyrir nýgreindar konur að hefjast

Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45. Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda. Fjöldi fagaðila

Lesa meira

24
jan
2018

Viðtal við forstöðukonu Ljóssins á Rás 1

Það er gaman að segja frá því að forstöðukonan okkar, Erna Magnúsdóttir var boðin í viðtal á Rás 1 í morgun í morgunþátt Sigurlaugar Margrétar Jónsdóttur, ,,Segðu mér“.  Sigurlaug skapar mjög þægilegt og afslappað andrúmsloft í þætti sínum og spyr skemmtilegra og áhugaverðra spurninga. Það er því óhætt að segja að gaman hafi verið að hlýða á þær stöllur fara

Lesa meira

22
jan
2018

Betra minni á 60 mínútum?

Þriðjudagsfyrirlesturinn verður 30. janúar kl. 14 og fjallar að þessu sinni um minnið. Kolbeinn Sigurjónsson frá Betra nám kemur til okkar í Ljósið og ræðir um minnið og nokkrar leiðir til að efla það. Eflaust verður hægt að taka nokkur verkfæri með heim í farteskinu til að hjálpa sér við að muna betur. Hver er ekki til í það?

4
jan
2018

Námskeið á vorönn 2018

Nú er vorönninn að fara á fullt hjá okkur, dagskráin fullmótuð og allir í startholunum að byrja. Fjöldinn allur af fræðslunámskeiðum er að hefjast þar sem reynt er að koma til móts við þarfir allra. Markmiðið með námskeiðum Ljóssins er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við

Lesa meira

3
jan
2018

Stundaskrá vorannar 2018

Gleðilegt ár kæru vinir og bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott. Nýtt ár leggst afskaplega vel í okkur og við sjáum fram á góða tíð með blóm í haga, fullt hús af fólki og gleði á pallinum. Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýja og þétta stundaskrá fyrir vorönn 2018. Þar má sjá tímasetningar yfir alla

Lesa meira

22
des
2017

Ljósið um hátíðirnar

Enn á ný eru þau komin blessuð jólin, með öllu sínu amstri og ljósum sem svo sannarlega lýsa upp myrkasta skammdegið. Lokað verður í Ljósinu frá og með föstudeginum 22. desember en við verðum hér aftur frá kl. 8:30 miðvikudaginn 3. janúar á því herrans ári 2018. Þó svo að lokað verði í Ljósinu þá er hægt að gerast styrktaraðili,

Lesa meira

7
des
2017

Glæsilegur Ljósafoss

Hann var æði tignarlegur og fagur, Ljósafossinn sem liðaðist niður Esjuhlíðar síðastliðin laugardag. Hátt á annað hundrað manns mættu úr hinum ýmsu gönguhópum ásamt okkar fólki úr Ljósinu. Allir voru vel búnir og með höfuðljós til að taka þátt í mótun fossins. Mikil gleðir ríkti í hópnum og afar vel tókst að vekja athygli á þeirri starfsemi sem fram fer

Lesa meira

5
des
2017

Styrkur frá Lionsklúbbi Njarðvíkur

Nýverið afhenti Lionsklúbbur Njarðvíkur Ljósinu styrk upp á 300 þús. krónur með þeirri einlægu ósk að gjöfin nýtist Ljósinu og þeim sem hennar njóta sem allra best á komandi árum. Það var Ljósberinn Axel Arnar Nikulásson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Ljósssins en Ólafur Thordersen formaður Lionsklúbbsins afhenti. Við þökkum Axel innilega fyrir að taka við styrknum fyrir hönd

Lesa meira

1
des
2017

Kynning frá Stoð

Miðvikudaginn 6. desember verður Stoð með kynningu á ýmsum vörum fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein.  Sýnd verða gervibrjóst, brjóstahöld, sundföt og fleira. Kynningin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir.

30
nóv
2017

Aðventukvöld Ljóssins

Aðventukvöld Ljóssins fór fram í gærkvöldi, miðvikudaginn 29. nóvember.  Svo mikil tilhlökkun var fyrir kvöldinu að fyrstu gestir voru mættir vel fyrir auglýstan tíma. En, þar sem allt var tilbúið og jólabragur komin á heimilið var þeim að sjálfsögðu boðið til sætis. Það er skemmst frá því að segja að fullt var út úr dyrum og rúmlega 150 manns í

Lesa meira