Viðtal við forstöðukonu Ljóssins á Rás 1

Það er gaman að segja frá því að forstöðukonan okkar, Erna Magnúsdóttir var boðin í viðtal á Rás 1 í morgun í morgunþátt Sigurlaugar Margrétar Jónsdóttur, ,,Segðu mér“.  Sigurlaug skapar mjög þægilegt og afslappað andrúmsloft í þætti sínum og spyr skemmtilegra og áhugaverðra spurninga. Það er því óhætt að segja að gaman hafi verið að hlýða á þær stöllur fara út um víðan völl í þættinum þar sem þær ræddu m.a. upphaf Ljóssins, starfsemina, húsnæðið og fleira. Við hvetjum áhugasama til að ná sér í kaffibolla og setjast niður og hlusta á í rólegheitunum. Smelltu hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.