Ljósið um hátíðirnar

Enn á ný eru þau komin blessuð jólin, með öllu sínu amstri og ljósum sem svo sannarlega lýsa upp myrkasta skammdegið. Lokað verður í Ljósinu frá og með föstudeginum 22. desember en við verðum hér aftur frá kl. 8:30 miðvikudaginn 3. janúar á því herrans ári 2018.

Þó svo að lokað verði í Ljósinu þá er hægt að gerast styrktaraðili, senda styrki í stað jólakorta og að sjálfsögðu senda minningarkort og verða þau send til viðtakenda eins og endranær.

Dagskrá hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 8. janúar, en í þeirri viku hefst handverk og hreyfing. Námskeið hefjast svo í beinu framhaldi, en viðtöl við fagaðila hefjast strax eftir áramót.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að jólahátíðin færi ykkur öllum birtu og yl. Megið þið njóta dásamlegra stunda með ykkar nánustu.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.