Betra minni á 60 mínútum?

Þriðjudagsfyrirlesturinn verður 30. janúar kl. 14 og fjallar að þessu sinni um minnið.

Kolbeinn Sigurjónsson frá Betra nám kemur til okkar í Ljósið og ræðir um minnið og nokkrar leiðir til að efla það.

Eflaust verður hægt að taka nokkur verkfæri með heim í farteskinu til að hjálpa sér við að muna betur. Hver er ekki til í það?

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.