Styrkur frá Lionsklúbbi Njarðvíkur

Nýverið afhenti Lionsklúbbur Njarðvíkur Ljósinu styrk upp á 300 þús. krónur með þeirri einlægu ósk að gjöfin nýtist Ljósinu og þeim sem hennar njóta sem allra best á komandi árum.

Það var Ljósberinn Axel Arnar Nikulásson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Ljósssins en Ólafur Thordersen formaður Lionsklúbbsins afhenti.

Við þökkum Axel innilega fyrir að taka við styrknum fyrir hönd Ljóssins og Lionsklúbbnum innilega fyrir stuðninginn um leið og við fullvissum Lionsmenn um að gjöfin muni svo sannarlega nýtast vel i starfinu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.