Við í Ljósinu ætlum að fagna því að sumarið sé formlega komið og því er lokað hjá okkur Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl en við verðum hér aftur á föstudaginn. Þökkum ykkur öllum innilega fyrir veturinn og hlökkum til að eyða sumrinu með ykkur.
Í dag, þriðjudaginn 17. apríl birtis frábær grein um námskeið sem haldið er í Ljósinu fyrir ungmenni á aldrinum 17-20 ára og á aðstandanda sem greinst hefur með krabbamein. Greinin ber yfirskriftina ,,Það má líka hlægja“ og þar segir Kristín Berta Guðnadóttir umsjónamaður námskeiðsins frá uppbyggingu þess. Jafnframt er talað við þrjá krakka sem farið hafa á námskeiðið og segja
Mánudaginn 23. apríl fer af stað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða 5 skipti frá kl. 19:30 – 21:30 fyrir fólk á aldrinum 17-20 ára. Á námskeiðinu sem byggt er upp á skemmtilegu hópastarfi og fræðslu mun verða leitast við að efla sjálfstraust þátttakenda, læra að takast á við erfiðleika, minnka streitu og slaka á og síðast
Ljósið er lokað um páskana sem hér segir: Fimmtudagurinn 29. mars – skírdagur – lokað Föstudagurinn 30. mars – föstudagurinn langi – lokað Mánudagurinn 2. apríl – annar í páskum – lokað Hafið það gott yfir hátíðirnar Gleðilega páska.
Fluguhnýtingar hafa verið afar vinsælar hjá okkur í vetur og mörg skaðræðisvopnin orðið til hér á miðvikudögum. Þar sem senn líður að veiðisumri færast menn í aukana við að fylla á fluguboxin og tvo til þrjá næstu miðvikudaga eftir páska ætlum við að breyta örlítið út af vananum og fá góðan gest í heimsókn. Jón Ingi veiðugúrú í Vesturröst ætlar
Þriðjudagsfyrirlestur marsmánaðar hefst að þessu sinni kl. 14:15 og er samkvæmt venju í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg þann 27. mars n.k . Að þessu sinni fáum við Thelmu Björk fatahönnður og jógakennara til okkar og fjallar hún m.a. um tenginguna á milli handverks, líkama og sálar. Thelma Björk er fatahönnuður, móðir og jógakennari hún varð fyrst hugfangin af jóga og
Í alla vetur höfum við í Ljósinu verið svo lánsöm að fá til okkar fjölbreyttan hóp fyrirlesara og hafa umræðuefnin verið fjölmörg og fræðandi. Næstkomandi þriðjudag, þann 27. febrúar mun Ingvar Jónsson, alþjóða markaðsfræðingur, markþjálfi og höfundur bókarinnar ,,Sigraður sjálfan þig“ koma og vera með okkur. Ingvar þekkir á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara
Mánudaginn 26. febrúar verður kynning í Ljósinu á vörum og þjónustu frá Eirberg. Hjúkrunarfræðingur úr brjóstaþjonustu Eirbergs mætir til okkar með nýjar vörur m.a. brjóst, brjóstahaldara og sundfatnað. Kynninging verður í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43 á milli kl. 10:30 -12:30
Mánudaginn 19. febrúar hefst námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 14-16 ára. Á þessum aldri eiga sér of miklar breytingar stað og því nauðsynlegt að geta boðið upp á stuðningsnámskeið fyrir þennan aldurshóp þegar lífið bankar uppá með krabbamein hjá nánum aðstandanda. Námskeiðið sem verður í fimm hlutum er mótað með það fyrir augum
Miðvikudaginn 21. febrúar hefst námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein. Námskeiðið er einu sinni í viku á milli kl. 14-16 og stendur í átta vikur. Þar verður farið í ýmis gagnleg atriði og m.a hvernig hægt er að auka jafnvægi í daglegu lífi, virkni og vellíðan. Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið. Námskeiðið hefur fengið mjög góða dóma