Rausnarlegur styrkur frá Florealis í samstarfi við Guðrúnu Eyjólfsdóttur lyfjafræðing

Í síðustu viku afhenti lyfjafyrirtækið Florealis Ljósinu styrk upp á 200 þúsund krónur.

Framlagið varð til fyrir tilstillan Guðrúnar Eyjólfsdóttur lyfjafræðings sem ákvað að láta greiðslu fyrir vinnuframlag sitt í verkefnum á síðasta ári vera ánafnaða til Ljóssins.

Florealis er íslenskt lyfjafyrirtæki sem þróar og markaðssetur fjölbreytt úrval jurtalyfja og lækningavara sem byggja á virkum náttúruefnum. Vörurnar byggja allar á vísindalegum grunni og eru skráðar og viðurkenndar hjá lyfjayfirvöldum á öllum Norðurlöndunum.

Við bendum þeim ljósberum sem eru forvitnir um vörur Florealis að kynna sér framboð þeirra á sölustöðum og á vef Florealis: https://florealis.is/

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.