Fréttir

25
okt
2018

Jafningjahópur fyrir unga maka

Þriðjudaginn 13. nóvember hefst að nýju jafningjahópur fyrir unga maka.  Markmiðið með þessum hópi er að gefa mökum þeirra sem greinst hafa með krabbamein, tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum og tjá sig, en nánustu aðstandendur hafa oft á tíðum mikla þörf fyrir stuðning af þessu tagi. Til að byrja með verða skiptin fjögur, þ.e. á þriðjudögum frá

Lesa meira

5
okt
2018

Hópeflisdagur starfsfólks 12. október – Lokað

Föstudaginn 12. október n.k. verður lokað í Ljósinu vegna hópeflisdags starfsfólks. Starfshópurinn mætir svo tvíefldur til starfa mánudaginn 15. október með fullhlaðin batterí og gleðina í fyrirrúmi.  Yfirleitt er nú samt stutt í gleðina hjá starfsfólki Ljóssins en afskaplega gott að þétta raðirnar svona stöku sinnum. Þar sem þessi hópeflisdagur var ákveðin í vor þótti okkur afskaplega leiðinlegt að sjá

Lesa meira

2
okt
2018

Gríptu daginn

Þeir eru ófáir sem hugsa til Ljóssins og vilja styrkja það með einum eða öðrum hætti og nú nýverið barst Ljósinu slíkur styrkur.  Styrkurinn er í formi geisladisks sem ber það hvetjandi heiti ,,Gríptu daginn“.  Á diskinum eru níu frumsamin lög eftir Hróbjart Jónatansson, hæstaréttarlögmann. Geisladiskurinn er fáanlegur í Ljósinu og kostar 2500 kr. og rennur allur ágóði í starfsemi

Lesa meira

20
sep
2018

Fyrirlestur um sogæðabjúg

Þriðjudaginn 25. september nk. verður Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari Ljóssins með fyrirlestur um sogæðabjúg. Á fyrirlestrinum fer Margrét yfir helstu kvilla brjóstaaðgerða, uppbyggingu sogæðakerfisins og gefur fyrirbyggjandi ráðleggingar gegn sogæðabjúg á handlegg. Margrét hefur um langt skeið sinnt B-hópnum svokallaða hér í Ljósinu, en það er hópur fólks sem greinst hefur með krabbamein í brjósti. Hún hefur því víðtæka og mikla

Lesa meira

31
ágú
2018

Guli miðinn frá Heilsu styrkir Ljósið

Frá árinu 2014 hefur Heilsa hf. styrkt ákveðin verkefni í gegnum bætiefnalínu Gula miðans. Í ár nýtur Ljósið stuðningsins sem er veglegur og kunnum við Heilsu hf. okkar bestu þakkir fyrir að styrkja starfsemina með þessu frábæra framlagi. Bætiefnalína gula miðans, sem er í rauninni bleikur, samanstendur af þremur vörutegunum; Acidophilus plús, D3 vítamín og Múlti vít og renna 250

Lesa meira

28
ágú
2018

Lokað í Ljósinu vegna starfsdaga

Lokað verður í Ljósinu miðvikudaginn 29. fimmtudaginn 30. og föstudaginn 31. ágúst vegna starfsdaga starfsfólks. Við opnum aftur mánudaginn 3. september með glóðvolgri, nýrri og spennandi stundaskrá. Við minnum á að hægt er að leita upplýsinga um starfsemin hér á heimasíðunni og jafnframt er hægt að panta minningarkort hér á síðunni. Hlökkum til að koma fílefld til starfa á ný

Lesa meira

22
ágú
2018

Að loknu Reykjavíkurmaraþoni

Reykajvíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram síðustu helgi og vonandi hefur það ekki farið fram hjá neinum hversu mikinn meðbyr Ljósið fékk í ár. Fyrir það erum við endalaust þakklát og glöð og sendum kærleikskveðjur út í andrúmsloftið til allra þeirra sem komu að hlaupinu með einum eða öðrum hætti. Frá því í vor hefur verið starfræktur hlaupa- og skokkhópur í Ljósinu

Lesa meira

15
ágú
2018

Allt um Ljósið og Reykjavíkurmaraþon

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að Reykjavíkurmaraþon fer fram á laugardaginn kemur, þann 18. ágúst. Rétt tæplega 300 manns eru nú skráðir sem hlauparar fyrir Ljósið. Það verður að segjast að við erum hrærð yfir þessum mikla stuðningi og velvilja og erum innilega þakklátt öllum þeim sem hlaupa, styrkja með áheitum, verða í klappliðinu eða styðja við

Lesa meira

31
júl
2018

Laus störf í Ljósinu

Ljósið auglýsir eftir starfsfólki í stöður; sjúkraþjálfara, íþróttafræðings og sálfræðings frá og með 1. september eða eftir samkomulagi. Sjúkraþjálfari: Starfið felur í sér viðtöl, fræðslu, mælingar og þjálfun sem er einstaklingsbundin auk hópþjálfunar. Íþróttafræðingur: Starfið felur í sér sérhæfða þjálfun í samráði við sjúkraþjálfara. Í Ljósinu er nýr tækjasalur auk þess sem við nýtum glæsilegt húsnæði í Hreyfingu heilsulind. Jafnframt

Lesa meira

28
jún
2018

Breytt stundaskrá og opnun í júlí og ágúst í Ljósinu

Frá og með 1. júlí fækkar dagskrárliðum hér í Ljósinu örlítið bæði vegna sumarleyfa starfsfólks og ljósbera. Ný dagskrá gildir því frá og með 1. júlí og út ágúst. Um leið og dagskrárliðum fækkar breytum við jafnframt opnunartíma Ljóssins örlítið og frá og með 1. júlí verður opið frá kl. 8:45 til 16. Einnig gefst öllum tækifæri til að æfa

Lesa meira