Breytt stundaskrá og opnun í júlí og ágúst í Ljósinu

Frá og með 1. júlí fækkar dagskrárliðum hér í Ljósinu örlítið bæði vegna sumarleyfa starfsfólks og ljósbera. Ný dagskrá gildir því frá og með 1. júlí og út ágúst.

Um leið og dagskrárliðum fækkar breytum við jafnframt opnunartíma Ljóssins örlítið og frá og með 1. júlí verður opið frá kl. 8:45 til 16.

Einnig gefst öllum tækifæri til að æfa smurbrauðshæfileikana því frá og með 12. júlí verður okkar dásamlega eldhús lokað og opnar það aftur 13. ágúst. 

Þó svo að dagskrárliðum fækki vekjum við athygli á að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði í hreyfingu og handverki.

Ljósberar geta nýtt sér jógatíma, göngurnar og opinn tækjasal en jafnframt verða sjúkraþjálfarar til aðstoðar í tækjasalnum tvisvar í viku, sjá nánar á dagskrá.  Skipulagðir tímar í Hreyfingu ásamt miðvikudagsgöngum útivistarhópsins koma aftur á dagská í haust en fólk er hvatt til að vera duglegt að stunda hverskonar hreyfingu á eigin vegum.

Handverk verður þrjá daga í viku; myndlist á þriðjudögum, steinamálun og skiltagerð á miðvikudögum og hekl, prjón og útsaumur á fimmtudögum.

Stundaskrá fyrir júlí og ágúst má nálgast hér og einnig hjá okkur á Langholtsveginum.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.