Fréttir

10
des
2012

Pakki á pakka

  Falleg hugsun, pakki á pakka…kostar aðeins 500 kr og allt rennur til Ljóssins…Arca Design styrkir Ljósið í ár með sölu á þessum fallegu englum ,endilega komið við hjá Arcadesign Iceland í Grímsbæ, flott á jólapakkana og þið styrkið krabbameinsgreinda í leiðinni.

17
okt
2012

Balance Bond til styrktar Ljósinu

Það kom hingað góður maður sem vill styrkja Ljósið okkar og gaf okkur þessi fallegu orkuarmbönd. Við fáum allt söluandvirði armbandanna af þeim sem seljast frá Ljósinu eða 2500 kr.  Þau eru svo líka seld í apótekum og heilsubúðum og þá fáum við 1000 kr af  hverju stykki.  Smelltu hér til að lesa meira um orkuarmböndin Okkur langar til að

Lesa meira

9
okt
2012

Bleikur dagur í Ljósinu

  Í tilefni af bleika deginum föstudaginn 12 okt nk , sem minnir okkur á baráttuna við krabbamein þá ætlum við að klæðast bleiku eða vera með eitthvað bleikt. Bjóðum upp á bleika tertu með kaffinu, komdu og vertu með okkur á bleika deginum og gerum daginn eftirminnilegan.  

4
okt
2012

Nýtt aðstandendanámskeið að byrja

Aðstandendur krabbameinsgreindra (20 ára og eldri) Hefst: miðvikudaginn 6. febrúar . kl: 19:30-21:30, 7 skipti. Námskeiðið sem byggist á umræðum og fræðslu þar sem aðstandendur fá tækifæri til að tjá sig og deila reynslu með öðrum í sömu aðstæðum. Umsjón: Magnea B Jónsdóttir sálfræðingur , Svandís Íris Hálfdánardóttir hjúkrunarfræðingur og Rósa Krisjánsdóttir djákni. HÉR er hægt að lesa nánar um

Lesa meira

13
sep
2012

Kynningarfundur fyrir ungt fólk með krabbamein

Vekjum athygli á að í kvöld fimmtudaginn 13. sept kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur í Ljósinu fyrir ungt fólk sem hefur fengið krabbamein.  Undanfarna tvo vetur hefur hópur á aldrinum 18-29 ára hist annað hvert fimmtudagskvöld.  Þau hafa sjálf sett saman skemmtilega dagskrá. Umsjónarmaður hópsins í fyrra var Gunnar Þór Andrésson íþróttafræðingur, en hópurinn er samstarfsverkefni, Ljóssins, Krafts og Skb.

Lesa meira

10
sep
2012

Námskeið fyrir börn og ungmenni

Námskeið fyrir börn og ungmenni, 6-13 ára og ungmenni 14-18 skipt eftir aldri. Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 7.febrúar – skráning er hafin í Ljósinu í síma 5613770 Markmiðið er að styrkja börn og ungmenni sem eiga foreldri, systkini, ömmu, afa eða annan aðstandenda sem hefur greinst með krabbamein. Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu fyrir börnin/ ungmennin og mikið er unnið með

Lesa meira

10
sep
2012

Fræðslufundir fyrir karlmenn

Kynningarfundur  á fræðslu haustsins auk fyrirlestra verður 4.febrúar. kl: 17.30 Markmið með fundunum er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu, hafi gagn og gaman af að hitta aðra í sömu aðstæðum. Í hverri viku er nýr gestafyrirlesari Nánir aðstandendur eru velkomnir á kynningarfundinn Sjá nánar um fundina og dagskrá hér

10
sep
2012

Myndlist

Myndlistin er að hefjast aftur eftir jólafrí, nú höfum við fengið til liðs við okkur nýjan myndlistarkennara. Hún heitir Soffía Sæmundsdóttir , hún er myndlistarmenntuð frá  Myndlista-og handíðaskóli Íslands, BFA , Mills College, Oakland, CA, MFA og er með kennsluréttindi frá LHÍ Hún mun bæði kenna nýliðum og lengra komnum. Myndlistin er á föstudögum kl: 13.00 – 15.30 – nýtt

Lesa meira

20
ágú
2012

Þakkir til ykkar allra

Elskulegu vinir Ljóssins…innilegar þakkir til ykkar allra sem hlupu fyrir okkur á laugardaginn. Stemningin var stórkostleg og að ógleymdu okkar frábæra klappliði Ljóssins,  það var það flottasta…. þúsund þakkir til ykkar allra.

20
ágú
2012

Hlaupið fyrir Ljósið

Keppnisfólk út Tennis og Badmintonfélagi Reykjavíkur ákvað að breyta til þegar meistaramót félagsliða í badminton var haldið á vordögum. Liðið valdi að kalla sig Félagsliðið og spila undir merkjum Ljóssins og létu þau baukinn ganga á meðan á keppni stóð og náðu að krúnka út úr öðrum keppendum ákveðna  upphæð sem svaraði til að hver og einn hefði keypt sér

Lesa meira