Fréttir

3
jan
2020

Stundaskrá Ljóssins vorið 2020

Kæru vinir, Ný stundaskrá Ljóssins tekur gildi mánudaginn 6. janúar!   Við erum í óðaönn að uppfæra dagkrá á vefnum og hringja í alla þá sem skráðir eru á námskeið. Hér getið þið sótt stundaskránna. Sjáumst eftir helgi

1
jan
2020

Ljósið opnar aftur 6. janúar

Lokað verður í Ljósinu frá og með 20. desember til 6. janúar. Við notum tímann til að ditta að húsnæðinu og undirbúa dagskrána sem hefst strax á nýju ári. Við opnum aftur 6. janúar 2020 með bros á vör og spennandi dagskrá,

17
des
2019

Kiwanisklúbburinn Eldey styrkir Ljósið

  Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi  afhenti  Ljósinu  föstudaginn 6. desember styrk að verðmæti tvær milljónir króna.    Var þetta  afrakstur af tveimur  góðgerðargolfmótum sem leikin hafa verið á hverju ári . Mótin hafa alltaf verið haldin á Leirdalsvelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbburinn hefur alla tíð stutt við mótið m.a. með afslætti á vallargjaldi og aðstoð við mótahaldið.

Lesa meira

12
des
2019

Geysir lætur gott af sér leiða – Allur ágóði af sölu jólaóróa rennur til Ljóssins

Það hafa eflaust einhverjir tekið eftir fallegu gluggaskreytingum verslanna Geysis nú á aðventunni. Í gegnum tíðina hefur hönnun glugganna verið í höndum Þórunnar Árnadóttur vöruhönnuðar sem er hvað þekktust fyrir skemmtilegu Pyropet kertin sem hafa lýst upp heimili landsmanna, en í ár tóku stjórnendur Geysis ákvörðun um að fara skrefinu lengra og framleiða eigin Geysis-óróa eftir hönnun Þórunnar, bæði til

Lesa meira

2
des
2019

Jólaóróar Póstsins seldir til styrktar Ljósinu í ár

Allur ágóði af sölu Jólaprýði Póstsins, jólaóróum úr smiðju íslenskra hönnuða, mun renna til Ljóssins nú í desember. „Starfsfólk Póstsins fékk að velja hvert ágóðinn af sölu jólaóróanna færi. Ljósið var þeim hjartafólgið fyrir hátíðarnar enda hefur miðstöðin unnið gríðarlega gott starf og það er okkur ljúft að geta stutt við bakið á þessari einstöku stofnun“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir,

Lesa meira

29
nóv
2019

Hvað gefur þú þeim sem á allt í jólagjöf?

Nú geta velunnarar Ljóssins gefið þýðingarmikla jólagjöf Ljósið býður landsmönnum að gefa ástvinum þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks í fjölskyldustarf miðstöðvarinnar eða í endurhæfingu fyrir ungt fólk. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja sérstaklega fjölskyldustarf Ljóssins eða starf unga fólksins. Í kjölfarið fær hann sent gjafabréf í tölvupósti

Lesa meira

29
nóv
2019

Misstir þú af keramik jólatrjánum? Við bætum við degi!

Komdu í restar. Eigum enn eftir nokkur stór jólatré sem og lítil sem við ætlum að mála þann 12. desember. Ekki missa af tækifærinu til að setjast niður í góðum hópi, hlæja og hafa gaman. Við byrjum klukkan 9 og verðum að til klukkan 12.

28
nóv
2019

Starfsdagur þjálfara 19. desember

Fimmtudaginn 19. desember verða ekki tímar í tækjasal Ljóssins, fólki er velkomið að mæta og æfa á eigin vegum. Bendum sérstaklega á að það verða ekki jafnvægisæfingar þann daginn.

28
nóv
2019

Dásamlegt aðventukvöld Ljóssins

Í gærkvöldi héldum við hátíðlegt aðventukvöld Ljóssins þar sem ljósberar, aðstandendur og starfsfólk Ljóssins hittust og áttu saman virkilega notalega stund. Yfir heitu súkkulaði og smákökum nutum við skemmtilegrar dagskrár þar sem Óskar Guðmundsson og Gunnar Helgason komu og lásu upp úr bókum sínum, börnin máluðu piparkökur og í lokin kom Guðrún Árný og söng fyrir okkur jólalög. Takk fyrir

Lesa meira

25
nóv
2019

Jólapeysudagar Ljóssins 10.-12. desember

Dagana 10. – 12. desember verður glatt á hjalla hjá okkur í Ljósinu þegar árlegu jólapeysudagarnir okkar fara fram. Það er eitthvað skemmtilegt sem gerist þegar starfsfólk og ljósberar mætast jólaskrúðanum. Instamyndir verða á svæðinu til að fanga gleðina eins og í fyrra. Við hlökkum til að sjá ykkur öll í jólaskrúða!