Aðventukvöld Ljóssins í streymi 17. desember

Kæru vinir,

Árlegt aðventukvöld Ljóssins fer fram næstkomandi fimmtudagskvöld, 17. desember, klukkan 19:30.

Þetta árið fer viðburðurinn fram í streymi á Facebook-síðu Ljóssins og stendur í rúma klukkustund.

Tryggvi Rafnsson leikari mun stýra stundinni með sinni einstöku lagni, Selma Björns og Vignir syngja okkur í jólaskap, Beggi Ólafs les úr bók sinni 10 skref í átt að innihaldsríkara lífi, Gerður Kristný les úr nýrri barnabók sinni Iðunn & afi pönk, Bjarni Fritzson les úr nýjustu bók sinni um Orra Óstöðvandi og Lilja Sigurðardóttir les úr bók sinni Blóðrauður sjór.

Við vonum að þið takið þátt með okkur heima í þessari hátíðlegu stund.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.