Starfsemi Ljóssins yfir hátíðarnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð.

Lokað verður í Ljósinu frá og með 22. desember og opnar aftur þann 4. janúar 2021.

Það verður hægt að hringja til okkar á virkum dögum en einnig verður hægt að panta minningarkort.

Starfsfólk Ljóssins hvetur ykkur öll til þess að vera dugleg heima yfir hátíðarnar, hugið að hreyfingu hvort heldur sem er utandyra eða innan. Einnig er tilvalið að passa upp á næringuna og þá einnig að næra hugann til dæmis með lestri pistlanna og handverki sem veitir ykkur ánægju en á vef Ljóssins má finna sarp af efni frá fagfólki Ljóssins.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.