Fréttir

7
ágú
2020

Spjall og styrking: Breyting á dagsetningum

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna gerum við breytingar á dagsetningum í Spjalli og styrkingu. Streita og bjargráð færist til 17. ágúst en í staðinn færum við umfjöllun um fjölskyldu og samskipti fram til mánudagsins 10. ágúst. Nýjar dagsetningar eru því: 10. ágúst: Fjölskyldan og samskipti Krabbameinsgreining hefur áhrif á alla fjölskylduna og allir fjölskyldumeðlimir verða að aðlagast breyttum aðstæðum og hlutverkum. Helga

Lesa meira

5
ágú
2020

Flottir bolir frá Macron til styrktar Ljósinu

Kæru vinir, Við bjóðum nú til sölu vel gerða Macron íþróttaboli sem eru sérmerktir Ljósinu. Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum M – XXL og eru léttir og sérlega góðir hlaupabolir. Þeir eru kjörin eign fyrir þá  vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni. Athugið að bolirnir koma í takmörkuðu upplagi. Verð: 4.000

5
ágú
2020

Stelpurnar skelltu sér í SUP – Myndir

Í hressandi veðri í lok júní héldu nokkrar ungar konur úr Ljósinu að Hvaleyrarvatni til að reyna fyrir sér á standbrettum eða stand up paddle eins og það útleggst á ensku. Eftir tækni- og öryggiskennslu frá Adventure Vikings renndu konurnar út á vatnið í þurrbúningum með bretti og árar og „suppuðu“ í klukkutíma með glæsibrag. Það fylgdi þó sögunni að

Lesa meira

5
ágú
2020

Söfnunin heldur áfram þó maraþon fari ekki fram í ár

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að hætta við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár vegna Covid19. Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Ljóssins en söfnunarleiðin hefur til að mynd gert okkur kleift að fella niður allan kostnað krabbameinsgreindra við líkamsrækt, námskeið, fræðslu og margt annað. Á síðasta ári setti Ljósið, ásamt 180 öðrum góðgerðarfélögum, áheitamet og

Lesa meira

31
júl
2020

Við bregðumst við

Vegna nýrra sóttvarnarreglna verður Ljósið opið samkvæmt stundaskrá en nú þarf að bóka í suma tíma. Tækjasalur – Bóka þarf tíma í tækjasal, hámark 2 x í viku á hvern. Jóga – Bóka þarf tíma í jóga. Vinsamlegast komið með eigin púða og teppi í tímana. Gönguhópur – Það þarf ekki að skrá sig í gönguna. Handverk & myndlist –

Lesa meira

24
júl
2020

Flottur hópur ungmenna sem hélt Götuhátíð til styrktar Ljósinu

Þann 9. júlí síðastliðinn hélt Hitt húsið Götuhátíð Jafningjafræðslunnar, til styrktar Ljósinu. Jafningjafræðarahópurinn samanstendur af ungmennum á aldrinum 16-19 ára og öll skipulagning hátíðarinnar var í þeirra höndum. Hátíðin gekk mjög vel, margt fólk mætti og góð stemming myndaðist. Meðal þeirra sem komu fram voru: Svala Björgvins, JóiPé & Króli, Alda Dís, Aníta Rós og Dans Brynju Péturs, Sólborg, sem

Lesa meira

14
júl
2020

Viðeyjarsund til styrktar Ljósinu

Laugardaginn 18. júlí nk. mun vaskur hópur karla og kvenna synda Viðeyjarsund til styrktar Ljósinu. Þau hafa öll stundað sjósund til nokkurra ára og flest bæði sumar og vetur. Að sögn talsmanns hópsins, Magnúsar Halldórssonar, mun hópurinn leggja af stað frá Viðey kl. 17.00 á laugardaginn og enda sundið í Reykjavíkurhöfn. Magnús segir flesta þekkja til þeirrar mikilvægu starfsemi sem

Lesa meira

2
júl
2020

Sérmerktir vatnsbrúsar komnir í vefsölu Ljóssins

Við vorum að fá þessa flottu sérmerktu Camelbak brúsa og eru þeir nú til sölu í vefverslun okkar. Camelbak Chute® Mag vatnsbrúsarnir eru fullkomnir í ræktina, fjallgönguna, í vinnuna eða bara til að hafa heima við. Það sem gerir þá enn flottari er að þeir eru sérmerktir Ljósinu. Sérstök hönnun tappans gerir það að verkum að hann leggst vel frá

Lesa meira

1
júl
2020

Tíminn er dýrmætur, ekki sóa honum

eftir Maríu Ólafsdóttur „Manni lærist að tíminn er dýrmætur og þú átt ekki að sóa honum. Því er mikilvægt að umgangast fólk sem þér finnst skemmtilegt og gera það sem þér finnst skemmtilegt,“ er lærdómur sem Magnea Mist Einarsdóttir, 21 árs Reykvíkingur, dregur af því að hafa greinst með eitlakrabbamein á fjórða stigi, í janúar 2019. Undanfarin misseri hefur Magnea

Lesa meira

30
jún
2020

Stundaskrá – Júlí og ágúst 2020

Kæru vinir, Stundaskrá Ljóssins fyrir júlí og ágúst 2020 er nú komin á vefinn. Áfram verður að sjálfsögðu gætt fyllsta hreinlætis í húsakynnum okkar og rými sótthreinsuð reglulega. Við hvetjum til handþvotts og handspritts, og biðjum þá einstaklinga sem finna fyrir kvefeinkennum að bíða með komu í Ljósið. Smellið hér til að sækja nýja stundaskrá.