Stundaskrá Haustsins er komin á vefinn

Starfsfólk Ljóssins hefur nú lagt lokahönd á glæsilega stundaskrá sem tekur gildi 1. september 2021.

Við hvetjum alla til að skoða vel hvað er í boði en verið er að hringja í alla sem skráðir eru á biðlista á námskeið og í handverk.

Í haust fara af stað nýjir dagskrárliðir í líkamlegri endurhæfingu; Þolþjálfun á mánudögum og miðvikudögum klukkan 12:00 og Vöðvateygjur á fimmtudögum klukkan 9:20. Einnig verður Slökun í boði klukkan 11:00 á miðvikudögum.

Í október fer af stað námskeiðið Nýtt sjálf og munum við segja ykkur betur frá því á komandi vikum.

Við bendum sérstaklega á að nokkrir dagskrárliðir fara fram á lofti safnaðarheimilis Langholtskirkju þar sem Ljósið hefur rými til umráða í haust.

Smelltu hér til að skoða stundaskrá Ljóssins

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.