Jafningjahópar kvenna 45 ára og eldri í Ljósinu

Undanfarin ár hafa verið starfræktir jafningjahópar hér í Ljósinu og verður árið í ár engin undantekning. Markmið jafningjahópanna er að njóta samverunnar og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Hóparnir hittast mánaðarlega á þriðjudögum frá kl.13:30-16:00. 

Konur 45-59 ára hittast fyrsta þriðjudag í mánuði og 60 ára og eldri hittast annan þriðjudag í mánuði.

Næstu viðburðir:

  • Konur 45-59 ára: Þriðjudaginn 7. september hefjum við leikinn með hópnum og stefna Emma og Hólmfríður á að hitta ykkur á Listasafni Íslands og skoða sýninguna Sumarnótt eftir Ragnar Kjartansson.
  • Konur 60 ára og eldri: Þriðjudaginn 14. september munu Elín og Rúna hitta hópinn á sömu sýningu.

Nauðsynlegt er að skrá sig með því að hringja í móttöku Ljóssins eða í viðburðinum á Facebook

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.