Styrkja leirverkstæði Ljóssins í minningu móður sinnar

Á dögunum barst Ljósinu veglegur styrkur frá afkomendum Ingibjargar Erlu Ásgeirsdóttur sem var virk í endurhæfingunni okkar.

Styrkurinn rennur sérstaklega í leirlistina en Erla hafði mikla unun af því að geta sótt og stundað það handverk. „Það hjálpaði henni að eiga áhugamál á meðan krabbameinsferlinu stóð. Við þökkum kærlega fyrir mömmu hönd.“ segir í kveðju frá börnum Erlu.

Við þökkum afkomendum Erlu kærlega fyrir sitt framlag til endurhæfingarinnar í Ljósinu og minnumst Erlu með hlýju og gleði.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.